ForsÝ­a arrow ┴rsskřrslur
┴rsskřrslur

Úr ársskýrslu Hjartaverndar 2012.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru ennþá ein algengasta dánarorsök Íslendinga. Þjóðin er að eldast og nauðsynlegt er að nýta allar þekktar forvarnir eins og hægt er. Hjartavernd leggur því nú sem áður mikla áherslu á að koma niðurstöðum rannsókna sinna til almennings og opinberra aðila sem vinna að forvörnum svo hægt sé að grípa til gagnráðstafana. Í því sambandi er góð og náin samvinna við fagfélög og félagasamtök, eins og Hjartaheill, afar mikilvæg og verður  seint fullþökkuð. Hinn einstaki velvilji Hjartaheilla í garð Hjartaverndar kom fram í höfðinglegri gjöf samtakanna upp á 5,5 milljónir króna, sem gerðu Hjartavernd kleift að kaupa nýtt ómtæki til rannsókna. Hið nýja ómtæki gerir Hjartavernd kleift að rannsaka byrjunarstig æðakölkunar löngu áður en hjarta- og æðasjúkdómar gera vart við sig. Slíkar rannsóknir geta skipt sköpum til að bæta lífsgæði og heilsu hinna eldri.

Hjartavernd hefur á síðustu árum skipað sér á bekk með öflugustu vísindastofnunum heims. Hið gróskumikla vísindastarf endurspeglast ekki síst í því að á árinu 2012 birtust alls 68 vísindagreinar í erlendum ritrýndum vísindatímaritum, sem byggja á gögnum Hjartaverndar. Stór hluti þessara greina birtust í virtustu tímaritum vísindaheimsins, eins og New England Journal of Medicine (NEJM), Lancet, Nature, Nature Genetics, Journal of the American Medical Association (JAMA) og British Medical Journal (BMJ).

Þó Hjartavernd komist brátt á sextugsaldurinn ber rannsóknarstöðin aldurinn vel og er óumdeilanlega í fremstu röð vísindastofnana í heiminum. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa. Elja, dugnaður og samvinna allra sem þar vinna og hafa unnið í gegnum árin skiptir miklu máli. Það má hins vegar ekki gleymast að vísindastarf kostar mikið fé og er Hjartavernd í samkeppni við aðrar öflugar vísindastofnanir um heim allan um rannsóknarfé. Samkeppnin er gríðarlega hörð og þar komast þeir einir af sem standast háar kröfur og búa yfir þekkingu og getu til að vinna rannsóknir á heimsmælikvarða.

Hægt er að nálgast Ársskýrslu Hjartaverndar í fullri lengd með því að smella hér