ForsÝ­a arrow Rannsˇknir
Rannsˇknir

Rannsóknarstöð Hjartaverndar var stofnuð árið 1967. Hóprannsókn Hjartaverndar er stærsta rannsókn stöðvarinnar. Auk þess hafa ýmsar aðrar rannsóknir verið framkvæmdar á Rannsóknarstöð Hjartaverndar, bæði sjálfstæðar rannsóknir og ýmis samstarfsverkefni við aðra aðila.
Í dálknum hér til hliðar má finna upplýsingar um helstu rannsóknir sem Hjartavernd hefur og er að framkvæma.

Lífsýnasafn rannsóknaverkefna Hjartaverndar.

Hjartavernd hefur um árabil haldið lífsýnasafn vegna rannsókna sinna, aðallega á sviði faraldsfræði, faraldserfðafræði, erfðafræði áhættuþætti algengra sjúkdóma og almennra erfða algengra sjúkdóma, auk faraldsfræði og faraldsfræði erfða heilbrigðis og efnaskipta. Með því að smella hér má nálgast upplýsingar um lífsýnasafn rannsóknaverkefna Hjartaverndar. 

Um lífsýnasöfn gilda lög nr. 110/2000  og er starfræksla þeirra háð leyfi velferðarráðherra. Landlæknir heldur jafnframt skrá yfir þau lífsýnasöfn sem fengið hafa leyfi velferðaráðherra til starfrækslu og er sú skrá aðgengileg á vef Embættis landlæknir-sjá hér.