Forsíða arrow Fréttir arrow Vísindavaka Rannís
Vísindavaka Rannís

Rannís stendur í þriðja sinn fyrir Vísindavöku – stefnumóti við vísindafólk!, föstudaginn 28. september. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu. Markmiðið með þessum atburðum er að kynna fyrir almenningi fólkið á bakvið rannsóknirnar - vísindafólkið sjálft og verk þess, draga fram mikilvægi rannsókna- og þróunar í nútímasamfélagi og beina sjónum ungs fólks að þeim möguleikum sem liggja í starfsframa í vísindum. Börn eru sérstaklega velkomin í Vísindaveröld Fjölskyldu- og húsdýragarðsins sem verður með útibú á Vísindavökunni. 


Vísindavakan verður haldin í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu og stendur frá kl. 17.00-21.00.
Á vökunni verður fróðleikur á hverjum fermetra og kjörið fyrir alla að líta við, bæði unga
og aldna og alla þar á milli.

Á Vísindavökunni mun vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum kynna yfir 50 rannsóknarverkefni sem þeir vinna. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknirnar, skoða hinar ýmsu afurðir rannsóknana og spjalla við vísindafólkið um starfið í vísindum og nýsköpun. Opið hús og allir velkomnir.


Fulltrúar frá Vísindahátíðinni í Perugia á Ítalíu munu heimsækja Vísindavöku og sýna  StærðfræðiBolta og Ofurvísindi, hvernig vísindin virka í sögum um ofurhetjur.

Vísindavaka – dagskrá
17:00 Ávarp
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra

Verðlaunaafhendingar
Teiknisamkeppni barna 9-11 ára, “hvernig hafa vísindin áhrif á daglegt líf mitt
Verðlaun veitt fyrir framlag til Vísindamiðlunar

Hjartavernd tekur að venju þátt í vísindavökunni þar sem frumkvöðlastarf Hjartaverndar með notkun myndgreiningar í  faraldsfræði verður kynnt. Auk þess verður sérstök kynning á mælingum á líkamsþyngdarstuðli og fituprósentu.