ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow VÝsindavaka - notkun myndgreininingar til betri skilnings ß ßhŠttu■ßttum beinbrota
VÝsindavaka - notkun myndgreininingar til betri skilnings ß ßhŠttu■ßttum beinbrota

visindavaka_logo_small.jpgVísindavaka 2012 verður haldin föstudaginn 28. september í Háskólabíói. Vísindavakan verður sett kl. 17:00 og henni lýkur kl. 22:00. Hjartavernd mun taka þátt í vökunni eins og undanfarin ár.

Framlag Hjartaverndar verður tvíþætt. Í fyrsta lagi verður kynning á áhættureikni Hjartaverndar þar sem hægt er að reikna líkur á hjartaáfalli á næstu tíu árum.

Einnig verður sagt frá notkun myndgreiningar til betri skilnings á áhættuþáttum beinbrota. Í Hjartavernd fer fram fjöldi rannsókna á beinþéttni og beinstyrk með myndgreiningu þar sem nýstárlegri aðferðafræði er beitt til að kanna áhættuþætti og forspárgildi beinbrota. Markmiðið með þessum rannsóknum er að finna betri aðferðir en nú eru venjulega notaðar til finna einstaklinga sem eru í aukinni hættu á að brotna og þar með að auka forvarnir beinbrota. Um er að ræða aðferðir sem byggja á myndatöku í þrívídd með tölvusneiðmyndun og segulómun. Þessar rannsóknir verða kynntar og tengdar við helstu áhættuþætti beinbrota og þætti sem eru beinverndandi.

Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á Vísindavöku, en hún er haldin samtímis um alla Evrópu á Degi evrópska vísindamannsins, sem er síðasta föstudag í september. 

27/09/2012