ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow VÝsindamenn HV finna gen sem tengjast Alzheimers sj˙kdˇmi
VÝsindamenn HV finna gen sem tengjast Alzheimers sj˙kdˇmi

Vísindamenn Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar hafa í samvinnu við evrópska og bandaríska vísindamenn fundið tvö ný gen sem tengjast Alzheimerssjúkdómi.  Rannsóknin birtist í nýjasta hefti Journal of the American Medical Association, JAMA, sem er meðal virtustu vísindatímarita í heimi. Fjölmargir rannsóknahópar leiddu saman hesta sína í þessari rannsókn sem náði til alls 34000 einstaklinga og þar af voru rúmlega 8000 þessara einstaklinga með Alzheimerssjúkdóminn. Tvö ný genasvæði fundust sem bæði tengjast ferlum sem hafa með heilann að gera.  Auk þessara nýju gena þá staðfesti þessi rannsókn fyrri uppgötvanir á öðrum genum sem nýlega hefur verið lýst.  Vonir eru bundnar við að þáttur gena hjálpi til við að skýra orsakir þessa alvarlega sjúkdóms. 

Alzheimers sjúkdómur er algengasta form heilabilunar og leggst aðallega á eldra fólk.  Allt að fimmti hver einstaklingur sem verður eldri en 65 ára mun þróa með sér Alzheimerssjúkdóm.  Lítið hefur áunnist í baráttunni við þennan sjúkdóm og mun hann verða vaxandi vandamál með hratt vaxandi hópi aldraðra þar sem talið er að allt að þriðjungur þjóðarinnar verði 65 ára og eldri um miðja þessa öld.  Það er því geysimikilvægt að finna leiðir til að koma í veg fyrir eða seinka sjúkdómum eins og Alzheimers sjúkdómi.  Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er ein ítarlegasta rannsókn á öldrun sem nú er framkvæmd í heiminum. Rannsóknir á heilabilun í öldrunarrannsókn Hjartaverndar eru leiddar af prófessor Vilmundi Guðnasyni forstöðulækni Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar og  prófessor Pálma V. Jónssyni öldrunarlækni.

 

pc011791.gif