ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow VÝsindamenn Hjartaverndar finna gen sem střrir hvenŠr konur byrja ß blŠ­ingum
VÝsindamenn Hjartaverndar finna gen sem střrir hvenŠr konur byrja ß blŠ­ingum
Vísindamenn Hjartverndar hafa með samstarfsmönnum sínum í Hollandi og Bandaríkjunum fundið breytileika í efðaefninu (DNA) sem hafa áhrif á þann tíma þegar blæðingar hefjast hjá konum.  Þessar niðurstöður birtust í virta tímaritinu Nature Genetics 17. maí, 2009.  Niðurstöðurnar eru fengnar úr framskyggnum rannsóknum m.a. úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, en það eru aðallega tveir erfðabreytileikar sem fundust sem hafa þessi áhrif og hefur annar þeirra einnig áhrif á hæð einstaklinga og fannst sá erfðabreytileiki í ýmsum öðrum rannsóknum sem birtar voru á sama tíma. Hinn erfðabreytileikinn fannst einungis í rannsókn Hjartaverndar og samstarfsaðila. Þessar uppgöötvanir geta varpað frekara ljósi á hvernig lífklukkur virka og hugsanlega aukið skilning ökkar á tíðahring kvenna og frjósemi.