Forsķša arrow Fréttir arrow Vilmundur Gušnason ķ vištali ķ Circulation
Vilmundur Gušnason ķ vištali ķ Circulation
 Í nýjasta tölublaði Circulation má lesa viðtal við Vilmund Guðnason forstöðulækni Hjartaverndar.

Circulation er eitt virtasta vísindarit á sviði hjarta- og æðasjúkdóma. Í viðtalinu er sjónum fyrst og fremst beint að Hjartavernd og rannsóknum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma, erfða- og faraldsfræði.

Að auki er fjallað um framtíðasýn Vilmundar á rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum og leggur Vilmundur áherslu á að það sé full ástæða til að efla forvarnir enn frekar og þá ekki síst hjá þeim sem komnir eru á eldri ár.
Í viðtalinu eru helstu rannsóknir Hjartaverndar kynntar eins og Öldrunarrannsókn Hjartaverndar og Áhættuþáttakönnunin.

Viðtalið má lesa með því að smella hér og er birt með leyfi útgefanda.