ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Veglegur styrkur til Rannsˇknarst÷­var Hjartaverndar
Veglegur styrkur til Rannsˇknarst÷­var Hjartaverndar
Líknarsjóður Ögnu og Halldórs Jónssonar veitti Hjartavernd nýlega 25 milljón króna rannsóknarstyrk til að vinna að frekari rannsóknum og fullkomnun á nýjum áhættureikni fyrir æðakölkun. Líknasjóður Ögnu og Halldórs Jónssonar var stofnaður af Ögnu Jónsson sem var gift Halldóri Jónssyni en þau stofnuðu Halldór Jónsson hf.
Tilefni þessa veglega styrks var aldarafmæli hjónanna ásamt sextíu ára afmæli fyrirtækisins. Halldór Jónsson ehf.  kom að stofnun Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar 1967 með veglegu fjárframlagi.  Það þótti því við hæfi að veita Hjartavernd styrk á þessum tímamótum. Myndin sýnir Vilmund Guðnason prófessor og forstöðulækni Hjartaverndar sem veitti styrknum móttöku ásamt fulltrúum Hjartaverndar Gunnari Sigurðssyni formanni stjórnar, Guðnýju Eiríksdóttur framkvæmdastjóra rannsókna og Kristínu Siggeirsdóttur framkvæmdastjóra þróunar. Einnig eru á myndinni
Kristján S. Sigmundsson formaður stjórnar Líknarsjóðs Ögnu og Halldórs Jónssonar, Martha Eiríksdóttir stjórnarmaður í Líknarsjóðnum og Jón Grímsson stjórnarmaður í Líknarsjóðnum
 liknarsjodur_ognu_og_halldors_500.jpg