ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Uppskeruhßti­ ReykjavÝkurmara■onsins
Uppskeruhßti­ ReykjavÝkurmara■onsins

hjarta.jpg

Uppskeruhátið áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fór fram þriðjudaginn 11. september í höfuðstöðvum Íslandsbanka sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins. Fulltrúar góðgerðarfélaganna, hlaupara og skipuleggjendur komu þar saman og fögnuðu góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fór fram á hlaupastyrkur.is. Alls söfnuðust krónur 45.987,154 sem skiptust á 130 góðgerðarfélög. Þetta er 5% hækkun á söfnunarfénu frá árinu 2011.
Hjartavernd þakkar þeim fjölmörgu sem að hétu á félagið, hlupu eða hétu á hlaupa og létu þannig gott að sér leiða. Alls komu í hlut Hjartaverndar 321.888 krónur.