ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow TÝmariti­ Hjartavernd komi­ ˙t
TÝmariti­ Hjartavernd komi­ ˙t

Landssamtökin Hjartavernd voru stofnuð árið 1964 og fagna því 40 ára afmæli sínu. Frá stofnun Hjartaverndar var Tímaritið HJARTAVERND gefið út. Það á því einnig 40 ára sögu að baki.  

Meðal efnis í þessu blaði (39.árg, 1.tbl. des.2004) er yfirlitsgrein eftir Nikulás Sigfússon, fyrrverandi yfirlækni Hjartaverndar þar sem saga samtakanna þessi 40 ár er rakin. Í viðtali við Vilmund Guðnason, forstöðulækni Hjartaverndar kemur fram að þrátt fyrir alla þá þekkingu sem við höfum og miklar rannsóknir á þessu sviði, þá er þriðjungur áhættu ennþá óútskýrður. Einnig kemur fram í viðtalinu við hann að verið sé að gera áhættumat í Hjartavernd enn nákvæmara en verið hefur. Ýmislegt fleira er í tímaritinu. Í nýjustu fréttum af Öldrunarrannsókn Hjartaverndar eftir Guðnýu Eiríksdóttur, framkvæmdastjóra rannsóknarinnar kemur fram að nú hafa um 4000 manns verið skoðaðir. Í grein eftir Bolla Þórsson, lækni , Eðli áhættuþátta,  er sagt frá helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Margt fleira fróðlegt á sviði forvarna hjarta- og æðasjúkdóma er í tímaritinu.

Hægt er að panta eintök á Ůetta netfang er vari­ fyrir ruslrafpˇsti, ■˙ ■arft a­ hafa Javascript virkt til a­ sko­a ■a­ eða  nálgast þau í Hjartavernd, Holtasmára 1. Ennfremur er tímaritið í heild sinni hér