Forsíğa arrow Fréttir arrow Tímamótarannsókn á á nırnastarfsemi og nırnabilun
Tímamótarannsókn á á nırnastarfsemi og nırnabilun
Vísindamenn Hjartaverndar í samvinnu við alþjóðlegt teymi vísindamanna hafa fundið gen sem hafa áhrif á nýrnastarfsemi og nýrnabilun

Rannsóknahópur vísindamanna Hjartaverndar hefur í samvinnu við bandaríska og evrópska vísindamenn fundið ný gen sem tengjast nýrnabilun.  Frá þessu er greint í hinu virta alþjóðlega vísindatímariti Nature Genetics í dag. Nýrnabilun er vaxandi vandamál með hækkandi aldri þjóða.  Í Bandaríkjunum Norður Ameríku þá er langvarandi (krónísk) nýrnabilun verulegt vandamál og er talið að um 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi  slíka nýrnabilun.  Þótt ekki þurfi allir á nýrnaskiljun að halda þá er langvarandi nýrnabilun verulegur áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og hefur verulega aukna áhættu á áföllum í för með sér. Á Íslandi er tíðni langvarandi nýrnabilunar svipuð og hjá öðrum þjóðum sem hafa sams konar áhættu á hjarta og æðasjúkdómum þótt nýrnaskiljun við lokastigs nýrnabilun sé ekki eins algeng hér á landi.  Að sögn prófessors Vilmundur Guðnasonar forstöðulæknis Hjartaverndar sem leiddi íslenska rannsóknahópinn þá gefa þessar niðurstöður von um að hægt verði að öðlast betri skilning á langvinnri nýrnabilun og að nýir meðferðarmöguleikar verði fundnir sem seinkað geta eða komið í veg fyrir þennan alvarlega sjúkdóm. Sjúkdóm sem á verulegan þátt í að skerða lífsgæði einstaklinga og auka líkur þeirra á að fá áföll vegna hjarta- og æðasjúkdóma.  Þetta á ekki síst við sífellt vaxandi hóp aldraðra í samfélaginu.  Eftir miklu er að slægjast, ekki bara fyrir einstaklingana sjálfa heldur þjóðfélagið allt í heild. Þetta mikilvæga framlag vísindamannana Hjartaverndar byggir á rannsóknum á einstaklingum sem tóku þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar og verður þátttaka þeirra því seint ofþökkuð.