Forsa arrow Frttir arrow gul hjartafll hj eldra flki eru algengari en tali var
gul hjartafll hj eldra flki eru algengari en tali var
Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að þögul hjartaáföll hjá eldra fólki eru algengari en talið var og þau spá ekki síður fyrir um dauða.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem byggir á Öldrunarrannsókn Hjartaverndar leiðir í ljós að fyrir hvern þann sem fengið hefur hjartaáfall og veit af því megi gera ráð fyrir að allt að tveir aðrir hafi líka fengið hjartaáfall en hafi ekki hugmynd um það. Slík hjartaáföll eru almennt kölluð þögul hjartaáföll. Þetta er mun hærri tíðni en áður var talið. Rannsóknin var birt í nýjasta hefti JAMA sem kom út þann 5. septmber síðastliðinn.
Rannsóknin var unnin á hluta þátttakenda Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar og var þeim fylgt eftir í 6 ár. Vilmundur Guðnason prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar fer fyrir teymi vísindamanna Hjartaverndar sem unnu að rannsókninni í samvinnu við hjarta, - lunga og blóðsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (National Heart, Lung and Blood Institute) sem heyrir undir bandarísku heilbrigðisstofnunina (NIH).
Eins og fyrr segir byggir rannsóknin á Öldrunarannsókn Hjartaverndar og tóku 936 Íslendingar þátt á aldrinum 67-93 þátt. Segulómun af hjarta leiddi í ljós að fleiri þátttakendur höfðu vísbendingar um þögul hjartaáföll (um 17%) en þeim sem höfðu fengið hjartaáfall sem vitað var um (tæplega 10%). Hlutfallið var enn hærra hjá þeim sem voru með sykursýki eða 21%.
Hópnum var fyklgt eftir í rúmlega 6 ár og þegar dánartíðnin var skoðuð kom í ljós að þeim sem höfðu fengið þögul hjartaáföll farðnaðist ekkert betur en þeim sem voru með þekkt hjartaáföll og var dánartíðnin nánast sú sama (um 30%). Dánartíðnin var hins um 17% hjá þeim sem ekki höfðu fengið hjartaáfall. 
Þá er ekki síður mikilvægt að þeir sem höfðu fengið þögult hjartaáfall voru jafnframt með aukna áhættu og brenglaða áhættuþætti eins og háþrýsting og oft mátti sjá ummerki um kalk í kransæðum þeirra. Þessir einstaklingar voru samt ólíklegri til að vera á lyfjum á borð við kólesteróllækkandi lyf í samanburði við þá sem voru með þekktan hjartasjúkdóm (36% á móti 73%).

Rannsóknin sýnir hversu forvarnir hjartasjúkdóma geta verið vandmeðfarnar og að mörgu þarf að hyggja þegar settar eru saman meðferðaráætlanir sagði Vilmundur Guðnason forstöðumaður Hjartaverndar. Þessi rannsókn sýnir jafnframt hve lúmskur hjartasjúkdómur getur verið í greiningu og mikilvægt að fólk sé meðvitað um einkenni kransæðastíflu og eigi ekki að hika við að leita sér lækninga.

Rannsóknin hefur vakið mikla athygli og um hana fjallað á vefsíðum sem fjalla um vísindi og rannsóknir eins og Science Daily. Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér.
Eins er hægt að opna aðgang að útdrátt/abstract greinarinnar í JAMA með því að smella hér .