Forsíğa arrow Fréttir arrow Şeim fækkar stöğugt sem reykja
Şeim fækkar stöğugt sem reykja

Það berast uppörvandi fréttir af reykleysi landsmanna. Lýðheilsustöð lét taka saman niðurstöður þriggja kannana á tóbaksnotkun Íslendinga á árinu 2004 sem sýnir að innan við 20% fólks á aldrinum 15 til 89 ára reykir daglega og æ fleiri velja reykleysi - en til samanburðar reyktu um 30% fólks fyrir 12 árum.
Töluverður munur er á venjum fólks eftir aldri. Í elsta aldurshópnum eru sárafáir reykingamenn og meðal unglinga er hlutfallið einnig lágt, eða um 12%, en flesta reykingamenn er að finna meðal ungra karla á aldrinum 20-29 ára, þar sem fjórði hver maður reykir daglega. Mesta breytingin hefur hins vegar orðið á reykingavenjum fólks milli þrítugs og fertugs, þar sem helmingi færri reykja nú en fyrir tólf árum síðan. Breyttar reykingavenjur hafa þegar komið fram í betra heilsufari, ekki síst í fækkun hjarta- og æðasjúkdóma, en reykingar og reykmettað andrúmsloft hafa meiri áhrif á heilsu landsmanna en nokkur annar einstakur þáttur. Það er því til mikils að vinna að sem flestir fái að anda að sér hreinu lofti, sem er laust við tóbaksreyk.
Fréttatilkynning frá Lýðheilsustöð, 071204, sjá nánar