ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Tannverndarvika -Tannheilsa og tˇbak
Tannverndarvika -Tannheilsa og tˇbak

Þemað er tannheilsa og tóbak.
Tannverndarvikan er haldinn 31.janúar til 6.febrúar.
Spjótunum  er beint að afleiðingum tóbaksnotkunar á tann- og munnheilsu fólks. Margir tannlæknar víða um land bjóða upp á ókeypis skoðun og ráðgjöf eftir hádegi föstudaginn 4. febrúar.

Oft fyrsta merkið um skaðsemi reykinga
Tóbaksnotkun hefur afdrifaríkar afleiðingar á tann- og munnheilsu fólks. Að sögn Heimis Sindrasonar formanns Tannlæknafélag Ísalands  sjá tannlæknar mjög áberandi reykingaskemmdir í munni. Oft væri afgerandi skaði í munni eitt af fyrstu merkjunum um að tóbaksnotkun væri að skaða heilsu viðkomandi. Fyrstu sjáanlegu merki reykinga á tannheilsu er að tennurnar litast gular. Langtímaáhrif geta verið tanntap. Þetta er vegna þess að reykingar valda samanherpingi á æðum sem hefur í för með sér minna blóðflæði til tanna sem leiðir til rýrnunar á beini, þetta getur að lokum orsakað tap á tönnum. Sumir þurfa ekki að reykja mjög lengi til að beintap verði - hjá öðrum tekur þetta lengri tíma. Gefin hafa verið út veggspjöld þar sem dregnir eru fram áhrifaþættir tóbaksnotkunar á tannheilsu og er þar ekki síst verið að höfða til ungs fólks. Auk upplýsinga eru á veggspjöldunum myndir af ,,reykingatönnum", þ.e. tönnum sem litast hafa gular af völdum tóbaksreyks. Veggspjöldunum er dreift um allt land, m.a. til heilsugæslustöðva og skóla.

Tannverndarvikan er samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og Tannlæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um tannverndarvikuna eru á heimasíðu Lýðheilsustöðvar