ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Sendiherra BandarÝkjanna sko­ar Rannsˇknarst÷­ Hjartaverndar
Sendiherra BandarÝkjanna sko­ar Rannsˇknarst÷­ Hjartaverndar
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, heimsótti rannsóknarstöð Hjartaverndar
26. mars síðastliðinn. Það var Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar sem tók á móti
sendiherranum, sýndi honum stöðina og kynnti fyrir honum það öfluga vísindastarf sem
þar fer fram. 
Frá árinu 2001 hafa Hjartavernd og Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (NIH) átt í farsælu
vísindasamstarfi á sviði öldrunar og langvinnra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma.
Hundruð vísindagreina í fremstu vísindatímaritum heims eru til vitnis um hve farsælt það
samstarf hefur verið.
 
Á myndinni má sjá sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga og forstöðulækni
Hjartaverndar, Vilmund Guðnason.  sendiherra_bna_og_vilmundur.jpg  
 
02.04.2013