ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Sameindamyndgreining - TÝmamˇt Ý lŠknisfrŠ­i
Sameindamyndgreining - TÝmamˇt Ý lŠknisfrŠ­i
 Í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands stendur Hjartavernd fyrir námskeiði í sameindamyndgreiningu.
Umsjón með námskeiðinu hefur Vilmundur Guðnason erfðafræðingur og forstöðulæknir Hjartaverndar og Sigurður Sigurðsson yfirgeislafræðingur Hjartaverndar.

Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa við heilbrigðisvísindi eða hafa áhuga á heilbrigðisvísindum.

Sameindamyndgreining (Molecular Imaging) er notuð til að greina og mæla líffræðilegar breytingar á frumu - eða sameindastigi í líkamanum. Í blóðrás er sprautað kanna (probe) sem leitar uppi ákveðnar frumur eða sameindir, t.d. þar sem byrjandi sjúkdóm er að finna. Líffærafræðileg staðsetning sjúkdómsins er svo mynduð með segulómun, PET (Positron Emission Tomography), tölvusneiðmyndun (TS) eða PET saman með TS. Helsti ávinningur sameindamyndgreiningar er uppgötvun og greining sjúkdóms á byrjunarstigi áður en líffærafræðilegar breytingar eiga sér stað og jafnvel áður en sjúklingur fær einkenni.

Um er að ræða unga tækni í mikilli þróun sem þegar hefur gefið niðurstöður sem lofa góðu í greiningu krabbameina, í greiningu á Alzheimers sjúkdómi og kransæðasjúkdómum. Eiginleikar tækninnar að uppgötva sjúklegar breytingar áður en sjúklingar fá einkenni er talin leiða til gríðarlegrar fjölgunar myndgreiningarrannsókna á næstu árum vegna skimunar t.d. á vel afmörkuðum hópum fólks sem hefur aukna áhættu á að þróa með sér krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma.

Aðalfyrirlesari er prófessor Mark von Bucheim frá Háskólasjúkrahúsinu í Leiden, Hollandi. Pallborðsumræðum stjórna Sigurður Guðmundsson Landlæknir, Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir og Ólafur Kjartansson röntgenlæknir

Námskeiðið verður haldið föstudaginn 10. nóvember 2006 frá klukkan 13:00-16:00 og kostar krónur 12.000.-
Nánari upplýsingar og skráning hér