Forsķša arrow Fréttir arrow Sameiginleg įhrif mķgreni og žunglyndis į heilastęrš.
Sameiginleg įhrif mķgreni og žunglyndis į heilastęrš.
Íslensk rannsókn sem birtist í vefútgáfu vísindaritsins Neurology 22. maí síðastliðinn sýnir að tengsl eru á milli þess að hafa haft bæði mígreni og þunglyndi og þess að hafa minna heilarúmmál á efri árum samanborið við viðmiðunarhóp sem höfðu hvorki mígreni né þunglyndi. Þessi munur var ekki sjáanlegur hjá þeim sem höfðu annað hvort mígreni eða þunglyndi samanborið við viðmiðunarhóp. Rannsóknin var unnin í samvinnu Hjartaverndar, National Institute on Aging og Uniformed Services University of the Health Sciences. Dr. Lárus St. Guðmundsson stýrði rannsókninni í samvinnu við Dr. Vilmund Guðnason, Dr. Ann Scher og Dr. Lenore Launer.
Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með mígreni eru í tvöfaldri áhættu á að fá þunglyndi samanborið við þá sem ekki hafa mígreni. Viðamikil samantekt á byrði sjúkdóma sem nýlega var birt í vísindaritinu Lancet sýndi að mígreni er í áttunda sæti og þunglyndi í öðru sæti yfir þá sjúkdóma og heilkenni sem skerða lífsgæði fólks. Rannsóknir á tengslum mígrenis og heilastærðar hafa hingað til verið misvísandi. 
Í þessari nýju rannsókn var byggt á Hóprannsókn Hjartaverndar á Reykjavíkursvæðinu frá 1967 til 1991 þar sem þátttakendur voru spurðir um höfuðverk á miðjum aldri og aftur 26 árum síðar, í Öldrunarrannsókn Hjartaverdar. Þá voru þeir einnig spurðir hvort þeir hefðu þunglyndi eða sjúkdómssögu af þunglyndi. Alls fór 4296 þátttakandi í heilamyndatöku með segulómun og var heilastærð þeirra metin útfrá henni. Þrjátíu og sjö einstaklingar með sögu af hvoru tveggja mígreni og þunglyndi höfðu smærra heilrúmmál (um 2% af heildarrúmmáli heila) samanborið við þá 2753 einstaklinga sem höfðu hvorki sögu af mígreni né þunglyndi. Þessi munur á heilarúmmáli samsvarar um fjögurraoghálfs árs öldrun heilans. Þeir þættir sem hugsanlega tengjast sameiginlegum áhrifum mígrenis og þunglyndis á heilastærð geta til dæmis verið sársaukaskynjun, bólgumyndun í heila, erfðir og efnahags- og félagslegir þættir. Hér er í fyrsta skipti sýnt fram á sameiginleg tengsl mígrenis og þunglyndis við heilastærð. 
Það er mikilvægt að hafa í huga að fyrri rannsóknir hafa ekki sýnt að einstaklingar með mígreni hafi skerta heilastarfsemi samanborið við þá sem ekki hafa mígreni. Fyrri rannsóknir hafa einnig sýnt að heilinn hefur talsverðan viðstöðukraft í að halda starfsemi sinni þrátt fyrir minnkað heilarúmmál.
Rannsóknin var styrkt af Hjartavernd, National Institute on Aging og Alþingi. 
Ágrip af rannsókninni má finna hér  

Nánari upplýsingar gefur: Lárus Guðmundsson: Žetta netfang er variš fyrir ruslrafpósti, žś žarft aš hafa Javascript virkt til aš skoša žaš
 
 
 
 
22/05/2013