ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow ReykjavÝkurmara■oni­ 2015
ReykjavÝkurmara■oni­ 2015
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - áheitasöfnun
 
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 22. ágúst. Stór hluti af hlaupinu síðustu ár hefur verið áheitasöfnun góðgerðafélaga og er Hjartavernd eitt af þeim félögum sem hægt er að heita á. 

Viljum við hvetja sem flesta til að hlaupa fyrir Hjartavernd og eins aðra að heita á hlauparana og leggja þannig sitt af mörkum í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma.  Er það gert með því að fara á hlaupastyrkur.is  og velja Hjartavernd sem sitt góðgerðafélag.
 
Þeim sem hlaupa fyrir Hjartavernd færum við okkar innilegustu þakkir. Gangi þér vel. 

Markmið Hjartaverndar hefur alla tíð verið skýrt og ekkert breyst á þeim tæpu 50 árum sem liðin eru frá stofnun félagsins, það er að finna hesltu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og efla forvarnir á því sviði. Ein besta forvörn hjarta- og æðasjúkdóma er að hreyfa sig reglulega.