ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow ReykjavÝkurmara■on Glitnis
ReykjavÝkurmara■on Glitnis
Næstkomandi laugardag fer Reykjavíkurmaraþon Glitnis fram. Glitnir heitir á starfsmenn sína og viðskiptavini sem taka þátt í hlaupinu. Þeir sem hlaupa ákveða sjálfir hvaða góðgerðarsamtök njóta góðs af þátttökunni. Glitnir greiðir 500 krónur til fyrir hvern kílómetra sem þeir hlaupa.
Vinir og velunnarar þessara viðskiptavina geta jafnframt heitið á þá í hlaupinu. Þannig hvetja þeir viðkomandi til dáða og láta um leið gott af sér leiða og vill Hjartavernd hvetja alla velunnara sína til að heita á þá hlaupara sem hlaupa í þágu Hjartaverndar. Hægt er að heita á hlaupara með því að smella hér

Í fyrra komu 800 þúsund krónur í hlut Hjartaverndar og var fénu varið í að kaupa fullkominn hjartarita sem tekinn var formlega í notkun að viðstöddum þeim starfsmönnum Glitnis sem hlupu og hétu á Hjartavernd.