ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow ReykingarbŠklingur
ReykingarbŠklingur

Reykingar-dauðans alvara er fyrsti bæklingur Hjartaverndar í ritröð bæklinga 
um áhættuþætti hjarta-og æðasjúkdóma. Tóbaksvarnanefnd, GlaxoSmithKline og Thorarensenlyf styrktu endurprentun bæklings.
Bæklingar Hjartavendar eru allir ókeypis. Pantanir eru afgreiddar hvert á land sem er í afgreiðslu Hjartaverndar eða á Ůetta netfang er vari­ fyrir ruslrafpˇsti, ■˙ ■arft a­ hafa Javascript virkt til a­ sko­a ■a­

Endurprentun loksins komin.
Reykingar-dauðans alvara er fyrsti bæklingur Hjartaverndar í ritröð bæklinga um áhættuþætti hjarta-og æðasjúkdóma.
Tóbaksvarnarráð, GlaxoSmithKline og Thorarensenlyf styrktu endurprentun bæklings.
Í reykingarbæklingnum er sagt frá niðurstöðum úr rannsóknum Hjartaverndar þar sem sýnt er fram á með óyggjandi hætti að reykingar margfalda áhættuna á að deyja úr kransæðastíflu. Útreikningar Hjartaverndar hafa einnig sýnt fram á að daglega deyr einn Íslendingur vegna sjúkdóma sem rekja má til reykinga.
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að það er aldrei of seint að hætta. Með því að hætta fær viðkomandi tækifæri til að bæta við mörgum góðum árum við ævina.
Reykingabæklingur Hjartaverndar sem og aðrir bæklingar Hjartaverndar í ritröð bæklinga um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma eru á hjarta.is .

Bæklingar Hjartaverndar eru allir ókeypis. Pantanir eru afgreiddar hvert á land sem er í afgreiðslu Hjartaverndar eða á Ůetta netfang er vari­ fyrir ruslrafpˇsti, ■˙ ■arft a­ hafa Javascript virkt til a­ sko­a ■a­


Aðrir bæklingar í þessari ritröð eru:

KÓLESTERÓL Þekkir þú þitt kólesteról...er ástæða til að lækka það? 
OFFITA Taktu hana alvarlega.....
HEILABLÓÐFALL Háþrýstingur....hvað er til ráða?
KRANSÆÐASTÍFLA Fyrstu viðbrögð skipta höfuðmáli

KYNNIÐ YKKUR BÆKLINGA HJARTAVERNDAR