ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Reykingar e­a offita?
Reykingar e­a offita?

Hvort ógnar meira heilsunni reykingar eða offita? Erlend frétt
Samkvæmt Ameríska krabbameinsfélaginu eru það reykingar sem ógna heilsunni mest. Aukin tíðni offitu í Bandaríkjunum veldur því aftur á móti að afleiðingar offitu hafa veruleg og skaðleg áhrif á mikinn fjölda fólks.

Hvort ógnar meira heilsunni reykingar eða offita?
Erlend frétt
Samkvæmt Ameríska krabbameinsfélaginu eru það reykingar sem ógna heilsunni mest. Aukin tíðni offitu í Bandaríkjunum veldur því aftur á móti að afleiðingar offitu hafa veruleg og skaðleg áhrif á mikinn fjölda fólks.
"Miðstöð sjúkdómavarna og forvarna í Bandaríkjunum" (Center for Disease Control and Prevention) hefur reiknað út að rekja megi 440 þúsund dauðsföll árlega í Bandaríkjunum til sjúkdóma sem eru afleiðingar reykinga. 
Aftur á móti er talið að dauðsföllum sem rekja megi til offitu sé í kringum 280 þúsund til 325 þúsund árlega samkvæmt tölfræðilegum og faraldsfræðilegum útreikningum Ameríska Krabbameinsfélagsins.
Kostnaður vegna offitu kostar heilbrigðiskerfið meira en kostnaður vegna reykinga vegna langrar meðferða og alvarlegra fylgikvilla offitu.
Í kringum 27% Bandaríkjamanna flokkast með offitu og hefur sú tíðni aukist um 50% síðasta áratuginn.
Offitu, einkum kviðfitu má tengja við ýmsa sjúkdóma sambærilega við þá sem reykingar valda eins og hjarta- og æðasjúkdómar og sjúkdóma sem má rekja til of mikillar líkamsþyngdar eins og fullorðinssykursýki (Sykursýki, tegund II).
Það er því ekki einfalt svar við spurningunni um það hvort ógni heilsunni meira reykingar eða offita.
                                                                                       Fréttatilkynning frá European Heart Network