Forsíđa arrow Fréttir arrow Rannsóknarstöđ Hjartaverndar fćr 125 milljóna króna rannsóknarstyrki
Rannsóknarstöđ Hjartaverndar fćr 125 milljóna króna rannsóknarstyrki

Hjartavernd hefur nýverið fengið rannsóknastyrki frá Bandarísku heilbrigðisstofnuninni (NIH) til rannsókna á sambandi æðakerfis og heila- og nýrnastarfsemi sem og til rannsókna á notkun beinamynda sem munu spá fyrir um líkur á beinbrotum.

Rannsóknin á æðakerfinu er gerð í samvinnu við vísindamenn í Cambridge í Bandaríkjunum og mun vonandi geta varpað ljósi á þá þætti æðabreytinga og blóðflæðisstjórnunar á hrörnun og vefjabreytingum í heila og nýrum sem gjarnan sjást með auknum aldri og hugsanlega verður hægt að hafa áhrif á.

Hjartavernd hefur á síðustu árum skipað sér sess meðal fremstu rannsóknarstofnana í heiminum á sviði notkunar á myndgreiningu í faraldsfræði.  Rannsóknin á þætti beingerðar sem greind verður með tölvusneiðmyndum er samvinnuverkefni vísindamanna Hjartaverndar og Berkley háskóla í Bandaríkjunum Norður Ameríku.  Veruleg fjölgun aldraðra á komandi áratugum veldur því að beingisnun og beinbrot meðal aldraðra er ein af mest ógnandi heilbrigðisvandamálum heimsins. Aukinn skilningur á þeim þáttum sem ákvarða áhættu hvers einstaklings á því að brotna á mjöðm eða hrygg og þróun aðferða til að fyrirbyggja slík áföll er því afar mikilvæg. Þessi rannsókn er líkleg til þess að geta varpað enn frekar ljósi á áhættuþætti beinbrota og mun því geta hjálpað okkur í forvörnum gegn

Þessir rannsóknastyrkir eru mikil viðurkenning á því mikla vísindastarfi sem Rannsóknarstöð Hjartaverndar framkvæmir með góðum og dyggum stuðningi þátttakanda.

Sé nánari upplýsinga óskað vinsamlegast hafið þá samband við prófessor Vilmund Guðnason forstöðulækni Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar í síma 535-1806