ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Rannsˇkn HV valin ein af bestu rannsˇknum 2009
Rannsˇkn HV valin ein af bestu rannsˇknum 2009

Rannsókn sem unnin var í samstarfi Hjartaverndar, evrópskra og bandarískra vísindamanna hefur verið valin ein af tíu mikilvægustu rannsóknum ársins 2009 á sviði hjarta- og heilasjúkdóma af Bandarísku hjartaverndarsamtökunum (American Heart Association). Vilmundur Guðnason prófessor og forstöðulæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar stýrði íslenska teyminu en rannsóknin leiddi í ljós gen sem stýra blóðþrýstingi hjá mönnum. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Nature Genetics í maí 2009.  Frá árinu 1996 hafa Bandarísku Hjartaverndarsamtökin valið árlega top tíu rannsóknir á sviði hjarta og æðasjúkdóma og heilaáfalla. Í fréttatilkynningu þeirra frá 22. desember síðastliðnum kemur fram að listinn spannar víðfemt svið frá grunnvísindum til klíniskra rannsókna.  Þetta er því gríðarlega mikilvæg viðurkenning á því starfi sem Hjartavernd hefur staðið fyrir í 40 ár og sannar mikilvægi þeirra rannsókna sem Hjartavernd sinnir á sviði hjarta og æðasjúkdóma.

Fréttatilkynningu Bandarísku hjartaverndarsamtakanna má lesa hér.

Eldri frétt HV um rannsóknina má lesa hér.