Forsíğa arrow Fréttir arrow Ráğleggingar um mataræği - nıtt veggspjald og einblöğungur
Ráğleggingar um mataræği - nıtt veggspjald og einblöğungur
Embætti landlæknis, Hjartavernd og Krabbameinsfélagið hafa sameinast um útgáfu á veggspjaldi og einblöðungi sem byggja á bæklingnum Ráðleggingar um mataræði – fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri, en hann kom út hjá Embætti landlæknis í byrjun ársins.

Veggspjaldið, sem er í stærðinni A2, er með myndum úr bæklingnum ásamt því að birta kjarna ráðlegginganna. Markmiðið er að vekja athygli landsmanna á ráðleggingunum með von um að sem flestir kynni sér þær og fari eftir þeim.

Með því að fylgja ráðleggingunum er auðveldara að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf á að halda og stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Þannig má minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki tegund 2 og ýmsar tegundir krabbameina, auk þess sem auðveldara er að halda heilsusamlegu holdafari.

Einblöðungurinn ber yfirskriftina Fimm á dag og með honum er hvatt til þess að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Einblöðungurinn er í stærðinni A5 og þar eru upplýsingar um hvað telst sem einn skammtur og holl ráð um grænmeti og ávexti.
Útgáfan er í beinu framhaldi af útgáfu bókarinnar Af bestu lyst 4 sem kom út á árinu 2014.
 
maraedi.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
03.06.15