Forsíğa arrow Fréttir arrow Nır vefur
Nır vefur
Þann 16. september opnaði Jón Kristjánsson heilbrigðisráherra nýjan vef Hjartaverndar þar sem áhættureiknivél Hjartaverndar var kynnt. Þann 16. september opnaði Jón Kristjánsson heilbrigðisráherra nýjan vef Hjartaverndar þar sem áhættureiknivél Hjartaverndar var kynnt.  Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar sagði við athöfnina að ljóst væri að áhættuvél Hjartaverndar muni nýtast almenningi í þeim tilgangi að gera sér grein fyrir því hvað hver og einn geti gert til að draga úr líkunum á að fá kransæðasjúkdóm. Þá kom fram við opnunina að áhættureiknivélin kæmi einnig til með að nýtast í heilsugæslunni og víðar. Thor Aspelund tölfræðingur Hjartaverndar sýndi svo hvernig áhættureiknivélin virkar og kom með nokkur dæmi um það hvernig áhættan getur breyst hjá einstaklingi þar sem að áhættuþættir breytast.

 

Opnun vefsins er hluti af því ferli að efla upplýsingaflæði frá stofnuninni.  Vefurinn er keyrður af kerfinu NetQbs frá fyrirtækinu Eskill í Garðabæ. Vefur sem þessi er í stöðugri uppfærslu og því í stöðugri endurskoðun.