Forsa arrow Frttir arrow N rannskn Alzheimer's sjkdmi
N rannskn Alzheimer's sjkdmi
Alzheimer´s sjúkdómur er algengasti sjúkdómur alvarlegra elliglapa og er tíðni hans að aukast með hækkandi aldri í nútímasamfélögum með tilheyrandi aukinni byrði á heilbrigðiskerfi í viðkomandi landi.  Engin sannreynd lækning er þekkt í dag sem kemur í veg fyrir eða hægir á framgangi sjúkdómsins, en sjúkdómurinn  skerðir verulega lífsgæði fólks á efri árum og flýtir fyrir ótímabærum dauðsföllum.  Skortur á góðum meðferðarúrræðum útskýrist að hluta til af takmarkaðri þekkingu okkar á því hvað veldur sjúkdómnum. Rannsókn vísindamanna Hjartaverndar og Háskóla Íslands, Dr. Vals Emilssonar og Dr. Vilmundar Guðnasonar,  á orsökum Alzheimer´s sjúkdóms sem birtist nýlega í hinu virta fagriti Cell hefur vakið mikla athygli í erlendum miðlum.  

Dr. Valur, sem stýrði alþjóðlega teyminu að baki rannsókninni, segir rannsóknina óvenjulega að því leyti að virkni (og samspil) þúsunda gena var könnuð  í heilum hundruða látinna Alzheimer´s sjúklinga og einstaklinga sem ekki þjáðust af elliglöpum.  Öll lífsýni voru fengin úr lífsýnabankanum Harvard Brain Bank hjá McLean spítalanum í Boston. Niðurstöður rannsóknarinnar veita, í fyrsta skipti, innsýn inn í þær flóknu sameindabreytingar sem eiga sér stað í heila Alzheimer´s sjúklinga og eru byltingakenndar að því leyti að þau gen sem stýra þessum breytingum voru auðkennd. Einnig voru starfræn tengsl genanna könnuð og kortlögð í ólíkum heilasvæðum sjúklinga. Með birtingu greinarinnar er öllum vísindamönnum gefinn frjáls aðgangur að því gríðarmikla magni upplýsinga sem komið hafa úr rannsókninni.  Við vonum, að með því að veita vísindamönnum aðgang að þessum nýju upplýsingum og aðferðafræði, munu líkurnar á því að þróa lækningu við Alzheimer´s sjúkdóm aukast verulega.
 
Með því að fara hér má  finna sjálfa greinina í Cell