Forsíğa arrow Fréttir arrow Netkönnun fyrir vef Hjartaverndar
Netkönnun fyrir vef Hjartaverndar

Netkönnun fyrir vef Hjartaverndar

 

Hjartavernd hefur sett í loftið netkönnun á viðhorfi til vefs Hjartaverndar. Markmið hennar er að safna upplýsingum um þarfir notenda á vef stofnunarinnar með það að augnamiði að bæta upplýsingagjöf og þjónustu á vefnum.

 

Hafinn er undirbúningur á smíði á nýjum vef hjarta.is. Í þessari könnun kannar Hjartavernd viðhorf og notkun á núverandi vef og væntingum til rafrænnar þjónustu Hjartaverndar.

 

Skoðanir notenda eru Hjartavernd mikilvægar og þakkar stofnunin fyrir framlag þátttakenda. Það tekur um 5 mínútur að svara könnuninni, alls 13 spurningum. Könnunin verður opin til og með 22. mars 2018. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að taka þátt:

 

https://www.surveymonkey.com/r/hjartavernd

 

Vakin er athygli á að nafnleyndar er gætt við framkvæmd þessarar könnunar og eru niðurstöður hennar ekki rekjanlegar til einstakra þátttakenda.