Forsa arrow Frttir arrow Mn heilsa-mn byrg
Mn heilsa-mn byrg
Hjartavernd hvetur fólk og ekki síst konur til að bera ábyrgð á eigin heilsu. Sunnudaginn 18. júní kl. 14-16 verður Heilsudagur í World Class Laugum. Dagurinn er haldinn til styrktar baráttu gegn brjóstakrabbameini.
BAS stelpurnar http://www.bas.is/og hjúkrunarfræðingar frá Hjartavernd bjóða uppá blóðþrýstingsmælingar, ásamt því að veita ráðleggingar um heilsu og heilsueflingu. Fulltrúar frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og Samhjálp kvenna bjóða upp á fræðslu um brjóstakrabbamein og sjálfsskoðun brjósta. Einnig verður margvíslegt fræðsluefni á boðstólum.
BAS stelpurnar eru þrír hjúkrunarfræðingar sem hafa skráð sig í hina virtu AVON WALK FOR BREAST CANCER göngu í New York sem verður í október næstkomandi. Þátttakendur verða margir tugir þúsunda og eru göngur af þessu tagi haldnar víða um Bandaríkin og Evrópu. Þátttökugjald í gönguna er 1800 dollarar á mann og rennur það fé til rannsókna og meðferðar á brjóstakrabbameini. Allt fé sem safnast umfram það sem þarf til greiða þátttökugjaldið í gönguna munu BAS stelpurnar láta renna óskert til Samhjálpar kvenna, sem eru samtök til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein.