ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow MBL gott fyrir hjarta­
MBL gott fyrir hjarta­

Efniviður notaður úr Hóprannsókn Hjartaverndar (Reykjavíkurrannsókninni)
Hátt magn sermispróteinsins MBL í blóði getur örvað svokallað komplementkerfi líkamans og með því stuðlað að hreinsun bólguvaldandi agna úr honum og þar með dregið úr hættunni á kransæðastíflu.
Þetta eru niðurstöður rannsókna sem Sædís Sævarsdóttir læknir og doktorsnemi ásamt Helga Valdimarssyni o.fl. vann í samstarfi við Rannsóknarstofu í ónæmisfræði og Hjartavernd. Byggði rannsóknin á rannsókanrefniviði sem safnað hefur verið úr 20.000 sýnum hér á landi frá árinu 1967 í Hóprannsókn Hjartaverndar (Reykjavíkúrrannsókninni).
Rannsóknir Sædísar hafa snúist um hvort próteinið „mannan bindilektín" (MBL) geti gagnast við áhættumat á kransæðastíflu. Benda niðurstöður til að hátt MBL hafi hugsanlega verndandi áhrif gegn kransæðastíflu og þá einkum í ákveðnum undirhópum, s.s. meðal einstaklinga með sykursýki. Sýnt var fram á að fólk með sykursýki og hátt MBL í blóð var í álíka mikilli hættu á að fá hjartaáfall og fólk sem ekki var með sykursýki. Rannsóknarhópurinn ályktaði svo að æskilegt væri að mæla MBL í blóði hjá fólki með þekkta sykursýki í forvarnarskyni.
Niðurstöður rannsóknanna eru birtar í nýjasta hefti eins virtasta vísindarits innan ónæmisfræðinnar, The Journal of Experimental Medicine, January 3, 2005
Fjallað var um rannsóknina á  http://www.reuters.com/ (New York (Reuters Health) 100105). Sjá einnig frétt http://www.mbl.is/ (140105)