ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Marka­ssetning ß matvŠlum
Marka­ssetning ß matvŠlum

Markaðssetning á matvælum til barna könnuð-
Evrópuverkefni sem Hjartavernd tekur þátt í

Tilgangurinn er að leggja áherslu á og skoða áhrif auglýsinga og áróður til barna um fæði sem er fituríkt, mikið saltað og sætt og finna leiðir til að Evrópuþjóðir geti sett sér stefnu í þessum málum í þeim tilgangi að draga úr tíðni offitu meðal barna.

Markaðssetning á matvælum til barna könnuð-
Evrópuverkefni sem Hjartavernd tekur þátt í

Evrópsku Hjartasamtökin ásamt 20 öðrum hjartsamtökum í Evrópu  hafa sett af stað rannsóknarverkefni sem mun standa yfir í 32 mánuði.  Evrópusambandið styrkir verkefnið.

Tilgangurinn er að leggja áherslu á og skoða áhrif auglýsinga og áróður til barna um fæði sem er fituríkt, mikið saltað og sætt og finna leiðir til að Evrópuþjóðir geti sett sér stefnu í þessum málum í þeim tilgangi að draga úr tíðni offitu meðal barna.
Verkefnið er einnig unnið í samvinnu við Alþjóðlegu sykursýkissamtökin, Alþjóðlegu neytendasamtökin (International consumer Food Organization) og rannsóknarhóp á vegum Bresku Hjartasamtakanna.
Við upphaf þessa verkefnis sem byrjaði formlega nú í lok apríl á fundi í Dublin var m.a. sagt að áherslu þyrfti að leggja á að spyrna við fótum varðandi offitu hjá börnum.
 
" Ef við gerum ráð fyrir því að barn sem þjáist af offitu sé í helmingi meiri hættu að þjást líka af offitu á fullorðinsárum þá er það mikilvægt að leggja fjármagn til forvarna til að koma í veg fyrir offitu hjá þessum aldurshópi." er haft eftir Mr.Brian Lenihan heilbrigðisráðherra og taldi hann að átak gegn offitu hjá börnum ætti að vera forgangsverkefni.
"Til að snúa þróuninni við og draga úr tíðni offitu hjá börnum og fullorðnum verður aðgengi að heilsusamlegu fæði að vera einfaldara og að hvetja fólk til að hreyfa sig meira.

Dr. Tim Lobstein, fulltrúi frá Alþjóðlegu neytendasamtökunum kynnti nýjustu niðurstöður varðandi tíðni offitu hjá börnum í Evrópu. Hann sagði m.a. "Tíðni offitu hefur jafnt og þétt verið að aukast í Evrópu frá árinu 1980.
Paul Lincoln, forstöðumaður Hjartasamtaka í Bretlandi (National Heart Forum) sagði að rannsóknir í Bretlandi sýni að þróunin virðist vera sú að börn séu að þyngjast of mikið á sama tíma og fjármagni í markaðssetningu og auglýsingum um ýmiss konar mat til barna hafi sexfaldast á sex ára tímabili (þ.e. til 1998) og heldur þessi aukning áfram. Hann sýndi m.a. fram á að matvælaauglýsingar séu í miklum meirihluta í auglýsingum sem er beint að börnum. Að sjónvarpsauglýsingar séu aðalmiðillinn.
Að fimm flokkar auglýsinga séu yfirgnæfandi. Það eru auglýsingar um gosdrykki, sykrað morgunkorn, sælgæti, ýmiss konar snakk og frá skyndibitakeðjum. Þetta auglýsta fæði sé í algjörri mótsögn við matvæli sem mælt er með fyrir þennan hóp.

Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í Evrópu og er offita einn af helstu áhættuþáttum hjartaáfalla og heilablóðfalls að sögn Susanne Logstrup, framkvæmdastjóra Evrópsku Hjartasamtakanna.

Tímasetning á þessu rannsóknarverkefni er góð og mikilvægt að skoða þessa hluti hið fyrsta. Niðurstöður rannsókna frá Ástralíu hafa sýnt að of feit börn allt niður í 10 ára aldur hafi slagæðar sem eru í svipuðu ásigkomulagi og hjá stórreykingarmönnum og eru í mikilli hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma strax um miðjan aldur.

Tilgangur með þessu verkefni er að vinna bug á offitufaraldri meðal barna og ungs fólks og draga úr sjúkdómum sem hægt væri að koma í veg fyrir.
Verkefnið felur m.a. í sér:

  • Greina og bera saman matvælamarkaðinn hjá þessum 20 löndum þar á meðal reglugerðir, markaðsvenjur, vísindalegar niðurstöður og stefnu stjórnvalda á þessu sviði. Einnig er vonast til að verkefnið auki vitund almennings á hve þessi markaður skiptir miklu máli fyrir heilsu fólks og hvað markaðurinn hefur mikil áhrif á fæðuvenjur barna og ungs fólks.
  • Í verkefninu verður stefna stjórnvalda skoðuð, markaðssetning á hollara fæði og leiðum til að auka hreyfingu hjá þessum aldurshópi.
• Þróa leiðir til að hafa áhrif á og draga úr offitu hjá börnum. Leiðir sem bæði hafa áhrif á mataræði hjá börnum og einnig að þau hreyfi sig meira. Leitað verði leiða sem virka þ.a hægt verði að nota þær um alla Evrópu.

 

Eins og áður sagði er Hjartavernd eitt þessar 20 samtaka sem fengið hafa styrk til að taka þátt í þessu verkefni.
Forstöðulæknir Hjartaverndar, Vilmundur Guðnason, sat fyrsta undirbúningsfund þessa verkefnis sem fram fór í Dublin nú í lok apríl.

Fréttatilkynning frá Evrópsku Hjartasamtökunum (European Heart Network), 29.apríl 2004
240504/ás
Hjartasamtök sem fengu styrk til að taka þátt í þessu verkefni eru frá: Austurríki-Belgíu-Tékklandi-Danmörku-Eistlandi-Finnlandi-Frakklandi-Þýskalandi-Grikklandi-Ungverjalandi-Íslandi-Írlandi-Ítalíu-Holllandi-Noregi-Portúgal-Slóveníu-Spáni-Svíþjóð og Bretlandi.