ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow MŠlingar hj˙krunarfrŠ­inga
MŠlingar hj˙krunarfrŠ­inga

Hjartahjúkrunarfræðingar-mælingar á áhættuþáttum og ráðgjöf
Smáralind (neðri hæð) -laugardaginn 6.mars kl.11-15

Fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga var stofnuð á vordögum 1994 og er því 10 ára um þessar mundir. Þetta er fagfélag hjúkrunarfræðinga sem vinna með hjartasjúklinga eða hafa brennandi áhuga á málum hjartasjúklinga. Í tilefni afmælisins stendur fagdeildin fyrir mælingum á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og munu hjúkrunarfræðingar munu veita ráðgjöf í Smáralind laugardaginn 6.mars nk. frá kl. 11-15.
Fulltrúi frá Hjartavernd verður einnig á staðnum til að leiðbeina fólki í gegnum áhættureiknivél Hjartaverndar á heimasíðu Hjartaverndar.

Hjartahjúkrunarfræðingar mæla áhættuþætti og veita ráðgjöf
Smáralind (neðri hæð) -laugardaginn 6.mars kl.11-15

Fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga var stofnuð á vordögum 1994 og er því 10 ára um þessar mundir. Þetta er fagfélag hjúkrunarfræðinga sem vinna með hjartasjúklinga eða hafa brennandi áhuga á málum hjartasjúklinga. Í tilefni afmælisins stendur fagdeildin fyrir mælingum á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og munu hjúkrunarfræðingar munu veita ráðgjöf í Smáralind laugardaginn 6.mars nk. frá kl. 11-15.
 
Hjarta- og æðasjúkdómar eru vaxandi vandamál hjá íslensku þjóðinni en með breyttum lífstíl og forvarnaraðgerðum er hægt að draga verulega úr alvarleika sjúkdómsins og jafnvel koma í veg fyrir hann í einhverjum tilfellum. Mikilvægt er að almenningur sé vel upplýstur um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, tileinki sér lífstíl sem dregur úr líkum á að fá sjúkdómana og þekki leiðir til að hafa áhrif á þessa áhættuþætti. Hjúkrunarfræðingar munu bjóða upp á mælingar á nokkrum áhættuþáttum, svo sem blóðþrýstings- og blóðfitumælingar, auk ráðleggingar um reykleysi og fleira. 


Áhættureiknivél Hjartaverndar Fólki mun einnig gefast tækifæri á að láta meta sína áhættu á að fá kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum í áhættureiknivél Hjartaverndar sem er á heimasíðu Hjartaverndar á http://www.hjarta.is/. Fólki verður leiðbeint í gegnum reiknivélina og mælingarniðurstöður verða slegnar inn að loknum mælingum hjúkrunarfræðinganna. Reikningarnir í áhættureiknivél Hjartaverndar byggja á áhættulíkani sem unnið er út frá niðurstöðum úr Hóprannsókn Hjartaverndar sem staðið hefur í meir en 35 ár og eru þannig miðaðar við íslenskar aðstæður. Rétt er að benda á að áhættan er byggð á líkum og er engan veginn sjúkdómsgreining  heldur einungis vísbending.  Í þessu reiknilíkani er einnig unnt að skoða hvernig líkurnar breytast með því að breyta áhættuþáttunum eins og að hætta að reykja eða lækka kólesterólið svo dæmi séu tekin. Markmiðið með þessari reiknivél er að auka vitund fólks um áhættuþætti kransæðasjúkdóms og hvernig hægt er að hafa áhrif á þessa áhættu með breytingu á áhættuþáttunum.