ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Ma­urinn sem vissi of miki­!
Ma­urinn sem vissi of miki­!

The insider
Fyrirlestur á vegum Lýðheilsustöðvar á Nordica Hotel, föstudaginn 15.október kl.15:30.
Dr. Jeffrey Wigand sem er fyrirmyndin í kvikmyndinni The insider,  kemur hér til landsins og heldur erindi. Frá því að hann hætti að vinna fyrir tóbaksiðnaðinn hefur hann ferðast um heiminn og haldið fjölda fyrirlestra sem hafa vakið athygli.
Enginn aðgangseyrir.

The insider
Dr. Jeffrey Wigand heldur opinn fyrirlestur á Nordica Hotel, Suðurlandsbraut -- föstudaginn 15. október kl. 15.30.
Enginn aðgangseyrir.

Jeffrey Wigand er fyrirmyndin í kvikmyndinni The Insider, sem var tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna árið 1999. Myndin fjallar um háttsettan mann hjá tóbaksfyrirtæki sem gerir athugasemdir við notkun á ákveðnu efni í tóbakinu en er umsvifalaust rekinn og hótað öllu illu (þar með talið morði) ef að hann ætlar að uppljóstra um það sem gerist á bak við tjöldin. Russell Crowe og Al Pacino voru í aðalhlutverkum í kvikmyndinni sem var m.a. tilnefnd sem besta kvikmynd ársins.
   
Frá því Jeffrey Wigand hætti að vinna fyrir tóbaksiðnaðinn hefur hann ferðast um heiminn og haldið fjölda fyrirlestra sem hafa vakið mikla athygli. Í fyrirlestrinum á Nordica Hotel mun dr. Wigand meðal annars fjalla um:


          *  Að skaða eða ekki skaða: sannleikurinn um óbeinar reykingar
          *  Óskir barna okkur um reyklaust umhverfi -- saklausir deyja
          *  Áhrif málaferla á stefnu stjórnvalda
          *  Hvers vegna er nikótínið með tak á okkur
          *  Eru til öruggari sígarettur
          *  Ásókn tóbaksiðnaðarins í unga fólkið
          *  Viðbrögð unga fólksins við blekkingum
          *  Áhrifaríkustu tóbaksvarnirnar
          *  Hvers vegna á að setja lög um tóbak
          *  Baktjaldamakk tóbaksiðnaðarins
     
        
Umsögn um myndina The Insider:
Hér segir af dr. Jeffrey Wigand (Crowe) sem rekinn er úr starfi sínu sem vísindamaður hjá Brown & Williamson, einu af stærstu tóbaksfyrirtækjum Bandaríkjanna, eftir að hafa reynt að benda yfirmönnum fyrirtækisins á hin heilsuspillandi áhrif tóbaksins. Hann sætir miklu harðræði frá fyrirtækinu eftir að menn fer að gruna að hann muni jafnvel veita fjölmiðlum innanhússleyndarmál og upplýsingar sem gætu komið fyrirtækinu illa. Þeir skera á allar greiðslur til hans, hann fær líflátshótanir og það er njósnað um hann. Á svipuðum tíma fær fréttastjórnandi hjá hinum virta fréttaskýringaþætti CBS, 60 mínútur (60 minutes), Lowell Bergman (Pacino) sent vísindaleg gögn frá nafnlausum sendanda sem virðast veita innsýn í tóbaksheiminn.

Heimsókn Jeffrey Wigands er á vegum Lýðheilsustöðvar og er styrkt af NordicaHotel