ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Listaverkakort til styrktar Hjartavernd
Listaverkakort til styrktar Hjartavernd


Falleg listaverkakort til styrktar Hjartavernd

Hjartavernd hefur hafið sölu á tækifæriskortum til styrktar Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Um er að ræða sannkölluð listaverkakort því tvö málverk eftir Nikulás Sigfússon fyrrum forstöðulækni Hjartaverndar prýða kortin. Á öðru kortinu er sumarmynd af Þingvöllum sem er í eigu Hjartaverndar og á hinu vetrarmynd af Hólmsá sem Nikulás málaði sérstaklega fyrir útgáfu kortsins.
Auk þess að geta valið á milli tveggja fallegra mynda er einnig hægt að velja hvort kortið á að vera almennt gjafakorts með fallegu ljóði eftir Ara Harðarson ljóðskáld eða kort þar sem kemur fram að gefandinn hafi ánafnað framlagi til Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar.

Nikulás Sigfússon varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lauk læknisprófi frá Háskóla Íslands 1958. Hann varði doktorsritgerð sína frá Háskóla Íslands 1984. Nikulás hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og verk hans eru víða í opinberri eigu.

Kortin eru seld í afgreiðslu Hjartaverndar og kostar gjafakortið krónur 790 en lágmarksframlag í Rannsóknarsjóð Hjartaverndar eru 1500 krónur. 

Með kaupum á korti leggur þú þitt af mörkum til rannsókna og forvarna á hjarta- og æðasjúkdómum.

kort.jpg