Forsíğa arrow Fréttir arrow Lífsstíll og sykursıki
Lífsstíll og sykursıki

Evrópsk vika um sykursýki er þessa vikuna. Þema vikunnar eru forvarnir gegn sykursýki þar sem áhersla er lögð á heilbrigt líferni, hollt mataræði og daglega hreyfingu.

 “Lífsstílsbreytingar geta dregið úr líkunum á sykursýkisfaraldrinum”

David Byrne talsmaður Evrópsku Heilsu- og neytenda samtakanna (Health and Consumer Protection) setti af stað átak í byrjun vikunnar sem gengur út á að hvetja Evrópubúa að tileinka sér heilbrigðan lífstíl í þeim tilgangi að draga úr líkunum á að fá sykursýki. Evrópska vikan um sykursýki stóð frá 3.-7.nóvember. Þema vikunnar að þessu sinni eru forvarnir gegn sykursýki. S.l. áratug hefur tíðni á sykursýki í Evrópu aukist um 20%. Er það talið tengjast því að sífellt fleiri eru of þungir og of fáir hreyfa sig reglulega. Evrópusamtök sykursjúkra vekja athygli á þessari viku og vilja koma þeim skilaboðum til almennings að hægt sé að snúa þessari þróun við með því að tileinka sér heilbrigðari lífstíl. Til að auka vitund almennings á sykursýki og áhættuþáttum hennar var fulltrúum á Evrópuþinginu í Brussel boðið að fá mælingar á blóðsykri, blóðþrýstingi og kólesteróli. Í tilkynningunni segir að offitufaraldrinum fylgi lífshættulegur fylgifiskur sem sé sykursýkisfaraldur. Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að hollt mataræði og dagleg hreyfing sé góður kostur til að forðast sjúkdóm eins og sykursýki. Þetta sé megin ástæða fyrir mikilvægi þess að vekja athygli á evrópsku viku um sykursýki.