ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow KlÝnÝskar lei­beiningar ■rˇa­ar betur a­ ■÷rfum kvenna
KlÝnÝskar lei­beiningar ■rˇa­ar betur a­ ■÷rfum kvenna

Hjartasjúkdómar-Helsta dánarorsök kvenna
Aukin vitund fyrir því að konur fái líka hjartasjúkdóma er að leiða af sér nýjar og skýrari leiðbeiningar varðandi forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna.

Aukin vitund fyrir því að konur fái líka hjartasjúkdóma er að leiða af sér nýjar og skýrari leiðbeiningar varðandi forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna.

Erlend frétt......frá Amerísku hjartasamtökunum

Fyrst var það rauði borðinn tákn um allan heim fyrir aukinni vitund á alnæmi. Svo kom bleiki borðinn til að auka vitund almennings á rannsóknum á brjóstakrabbameini og bættari meðferð.
Rauði kjóllinn


Nú er tími til kominn að sýna rauða kjólinn---tákn til að auka vitund almennings á því að konur fá hjartasjúkdóma og að hjartasjúkdómar séu þeir sjúkdómar sem dragi flestar konur til dauða.

Í febrúarmánuði var rauði kjólinn notaður sem tákn um öll Bandaríkin til að vekja athygli almennings á hjartasjúkdómum meðal kvenna. Amerísku Hjartasamtökin og Hjarta, lungna- og blóðstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins  stóðu fyrir þessu átaki auk stuðningi frá ýmis konar samtökum, 70 talsins. Athygli var vakinn á hættu kvenna á að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Staðreyndin er sú að þriðja hver kona deyr af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og tveir þriðju hluti kvenna sem fengið hafa hjartaáfall nær sér aldrei fullkomlega.
Amerísku Hjartasamtökin gáfu út nýjar leiðbeiningar til að hvetja lækna til að meðhöndla konur til að draga úr líkunum á að fá þessa sjúkdóma.
Þessar leiðbeiningar voru birtar í febrúarhefti vísindaritsins Circulation. Læknar eru eindregið hvattir til að gera ráð fyrir því að allar konur sem eru sjúklingar þeirra séu í ákveðinni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma.
Þær konur sem er með mestu áhættuna ætti að veita lyfjameðferð af fullum krafti í formi ACE-hamlandi lyfja (ACE-blokkara), Beta-hamlandi lyfja (Beta-blokkara), Statin lyfja (blóðfitulækkandi lyf), aspirín og blóðþrýstingslækkandi lyfja.

 

 

"Læknar verða að gera sér grein fyrir því að þeir geti haft áhrif á dánartíðni og heilsuleysi meðal kvenna vegna þessara sjúkdóma" er haft eftir einum sérfræðingi á sviði hjartalækninga.

Hjartasjúkdómar eru helsta dánarorsök meðal kvenna
Þessar klínisku leiðbeiningar fyrir konur koma fram sem svörun við þeim skuggalegu tölum á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna. Þær leiðir sem eru notaðar til að stemma stigu við þessari þróun eru yfirleitt byggðar á niðurstöðum úr rannsóknum á þessu sviði þar sem meiri hluti þátttakenda eru karlmenn. Þrátt fyrir allt saman þá eru meiri líkur á að kona sem fær hjartaáfall deyi innan árs frá áfallinu heldur en karlmaður sem fær hjartaáfall. Hjartasjúkdómar koma síðar á ævinni hjá konum en einkennin eru önnur.

Margir sérfræðingar á þessu sviði töldu að þær takmörkuðu leiðbeiningar sem gefnar voru út árið 1999 hafi ekki nýst sem skildi. Í þeim leiðbeiningum var samt tekið tilit til kynjamismunar.

Þessar nýju leiðbeiningar virðast vera sérhæfari og líklegri til að skila árangri.
Margir aðilar og samtök á sviði lýðheilsu hafa tekið þátt í þróun þeirra.

"Konur verða að skilja að þær verða sjálfar að vera virkir þátttakendur til að draga úr hættunni á að fá þessa sjúkdóma" er haft eftir einum hjartasérfræðingnum.

Hjartasjúkdómar-Sjúkdómar karla
Megin tilgangur með þessum leiðbeiningum er að stefna að því að aðlaga núverandi hugmyndum að því að forvarnir á þessu sviði  og skilaboð séu ekki nákvæmlega þau sömu fyrir konur og karla.  Þrátt fyrir að fólk hafi gert sér grein fyrir því að konur fái líka hjarta- og æðasjúkdóma hefur athyglinni iðulega verið beint að því að hættan sé mun meiri hjá körlum. Hjartasjúkdómar hafi verið sjúkdómar karla. Þar að auki hefur almennt verið talið að konur séu varðar fyrir hjartasjúkdómum fram yfir tíðarhvörf vegna estrogenáhrifa og að unnt væri að draga úr áhættunni eftir tíðarhvörf með hormónalyfjameðferð.
En þeim kenningum hefur nú verið kollvarpað samkvæmt nýjustu rannsóknum á sviði heilsu kvenna. Hormónameðferð var talinn svarið við hinum ýmsu vandamálum kvenna. Nú hefur verið sýnt fram á að meðferðin er ekki verndandi fyrir hjartasjúkdómum og að hún jafnvel valdi skaða frekar en hitt. Enn og aftur verður að finna viðurkenndar leiðir til að draga úr hættunni á að konur fái þessa sjúkdóma.

Leiðbeiningarnar ganga út á það að læknar vinna af krafti að því að minnka líkurnar á þessum sjúkdómum meðal kvenna.

Aðstoð til reykleysis, hollt mataræði, dagleg hreyfing og að halda sig sem næst kjörþyngd eru atriði sem eiga vera á forgangslista hjá konum til að halda góðri heilsu.

Þetta eru vissulega atriði sem hafa til þessa verið ofarlega á lista en nú er enn ríkari ástæða til að setja þau efst á listann í skilaboðum til kvenna til að vernda þær gegn hjarta- og æðasjúkdómum.

Fyrir þær konur sem eru í mestri áhættu fyrir hjarta- og æðasjúkdómum ættu þær að njóta vafans. Læknar ættu ekki að hika við að setja þær á lyfjameðferð. Þar sem konur eru í aukinni hættu á að þjást af þunglyndi ætti að meðhöndla það þar sem andleg heilsa hefur óbein áhrif á hjartaheilsu. Því ætti að meta hjá konum sem þegar eru með þekktan hjartasjúkdóm hvort þunglyndi sé til staðar og ef svo er þá að meðhöndla það.


Sjáum bara rautt
Leiðbeiningarnar fengu jákvæð viðbrögð og voru lofaðar fyrir það að niðurstöður margra rannsókna voru notaðar. Athygli var vakinn á því að oft hefur hættan á hjarta- og æðasjúkdómum kvenna fallið í skuggann fyrir hættunni á að konur fái brjóstakrabbamein og aðra sjúkdóma meðal kvenna.

"Við verðum að bregðast við af fullum krafti þegar kemur að hjartasjúkdómum hjá konum. Við verðum að beina athygli kvenna að þessum sjúkdómum sem valda fleiri dauðsföllum og örkuml en allir aðrir sjúkdómar sem konur fá er haft eftir einum sérfræðingnum. Það er frábært að athyglinni sé beint að hjartasjúkdómum meðal kvenna."

Tveir þriðji hluti kvenna sem fær hjartaáfall jafnar sig aldrei
Að sumu leyti eru þessar leiðbeiningar skref fram á við einnig fyrir heilsu karla. Sum atriði eru talinn endurspegla skýrari leiðbeiningar í meðferð við hjartasjúkdómum og forvörnum á því sviði. T.d. að hika ekki við að beita aspirín lyfjameðferð. Til þessa hefur þeirri lyfjameðferð fyrst og fremst verið beitt fyrir þá sem eru í mestri áhættu.

Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð við þessum leiðbeiningum setja margir læknar fyrirvara á þær. Er það einkum vegna aukinna kostnaðarútgjalda heilbrigðiskerfisins ef mun stærri hópur á að fá lyfjameðferð.

Áhættureiknivél
Læknar eru einnig hvattir til að notfæra sér áhættureiknivél sem reiknar út líkurnar á að fá þessa sjúkdóma. Áhættureiknivélin byggir útreikninga sína á niðurstöðum úr Framingham Hjartarannsókninni. Sumir læknar telja að sú leið taki of langan tíma.
"Það að nota áhættureiknivél úr Framingham Hjartarannsókninni er of flókið og ólíklegt að margir heilsugæslulæknar gefi sér tíma til að nota hana og læra á að nota hana" er haft eftir einum sérfræðingnum. "Það væri æskilegt ef sú vél væri einfölduð.

Mikilvægast er að gera almenningi grein fyrir því að hver og einn hefur áhrif á sína heilsu og að ungar konur verði að vera meðvitaðar um þessa þætti.

Mesta vinnan liggur í því að konur geri sér grein fyrir því að þær geta sjálfar haft áhrif með því að halda sig sem næst kjörþyngd, láta mæla sitt kólesteról í blóði og vernda sitt hjarta. Oft eru konur meira uppteknar af vandamálum sem hrjá þær í dag frekar en hvað geti gerst eftir 65 ára aldur. En hver vill ekki halda góðri heilsu eftir 65 ára aldur?

Sjá þessa frétt frá Amerísku Hjartasamtökunum (American Heart Association ) og Hjarta, lungna- og blóðstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins (National Heart, Lung and Blood institute).


Höfundur Victoria Stagg Elliot
Þýtt og endursagt ás/
Ůetta netfang er vari­ fyrir ruslrafpˇsti, ■˙ ■arft a­ hafa Javascript virkt til a­ sko­a ■a­
_____________________________________________________________________________

Nánari upplýsingar:
Leiðir til að draga úr hættunni á hjartaáfalli:
Leiðbeiningar Amerísku hjartasamtakanna um það að forðast hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna fela í sér tilmæli um:

 • Aðlaga forvarnir hjartasjúkdóma að ástandi hverrar konu.
 • Setja í forgang reykleysi, hreyfingu daglega, hollt mataræði og að halda sig sem næst kjörþyngd.
 • Skrifa upp á lyfjameðferð þegar við á þ.e. ACE-blokkara, Beta-blokkara, statínlyfjameðferð (blóðfitulækkandi lyfjameðferð) og íhuga inntöku omega-3 fitusýrur og fólínsýru.
 • Forðast að ráðleggja konum sem eru í lítill hættu að taka aspirín inn reglulega vegna hættu á fylgikvillum frá meltingarvegi.
 • Skrifa upp á lyfjameðferð við háþrýstingi ef blóðþrýstingur mælist hærri en 140/90 mm Hg.
 • Hafa gott eftirlit hjá sykursjúkum þ.a. blóðsykri sé haldið í sem bestu jafnvægi.
 • Forðast að nota hormónameðferð og vítamín með andoxunarefnum.
 • Meta þunglyndi hjá konum með þekkta hjartasjúkdóma og meðhöndla það ef það er til staðar.

Heimild: Circulation, feb. 10

 

____________________________________________________________________________

Vandamálið er til staðar

 • Hjartasjúkdómar eru helsta dánarorsök kvenna.
 • Þriðja hver kona deyr af völdum hjartasjúkdóma.
 • Tveir þriðju kvenna sem deyja af völdum hjartasjúkdóma hafa ekki greinanleg einkenni áður en þær veikjast.
 • Tveir þriðju kvenna hluti kvenna sem fá kransæðastíflu jafnar sig aldrei fullkomlega.
 • Hjartasjúkdómar draga fleiri konur til dauða en karla.
• Hjartasjúkdómar draga fleiri konur til dauða en næstu sjö sjúkdóma í listanum yfir þá sjúkdóma sem draga konur til dauða.

 

Heimild: Amerísku hjartasamtökin, Bandaríska heilbrigðismálastofnunin (National Institute of Health)

_____________________________________________________________________________

Áhugaverðar slóðir:
Evidence-Based Guidelines for Cardiovascular Disease Prevention in Women" Circulation, Feb. 10 (http://circ.ahajournals.org/cgi/content/full/109/5/672)

"Tracking Women's Awareness of Heart Disease: An American Heart Assn. National Study," Circulation, Feb. 10 (http://circ.ahajournals.org/cgi/content/full/109/5/573)

The National Institutes of Health's red dress campaign to raise awareness of women's heart disease (http://www.hearttruth.com/)