ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow KlŠ­ist rau­u - FrÚttatilkynning
KlŠ­ist rau­u - FrÚttatilkynning
 


Klæðist rauðu og lærið að elska hjarta ykkar þennan Valentínusardag

14. febrúar 2006, Genf, Sviss.
Hjartasjúkdómar og heilablóðföll eru helsta ástæða dauða kvenna um allan heim og leiða fleiri konur til dauða á hverju ári en allar gerðir krabbameins, eyðni, malaríu og berkla samanlagt.  Það er út af þessu sem World Heard Federation í gegnum þeirra alþjóðlegu kvennabaráttu, Go Red For Women, eða Klæðist rauðu fyrir konur, hvetur konur um allan heim til að læra hvernig þær eigi að elska þeirra eigin hjörtu þennan Valentínusardag.

"Konur vanrækja alvarlega heilsu þeirra eigin hjarta. Við viljum að konur um allan heim læri að þekkja og bregðast við til að minnka þeirra hættu á hjartasjúkdómum og heilaáföllum," sagði Dr. Sania Nishtar, formaður Foundation Advisory Board hjá World Heart Federation. "Konur geta gert ýmislegt til að vernda sjálfar sig og að tileinka sér heilbrigt líferni getur minnkað þeirra áhættu. Klæðist rauðu fyrir konur er alþjóðleg barátta sem beint er að því að leiðbeina konum til að skilja betur þeirra stærstu heilsuógn með það fyrir augum að á áhrifamikinn hátt koma í veg fyrir að konur deyi eða fatlist af hjartasjúkdómum eða heilablóðföllum á hverju ári."

Klæðist rauðu fyrir konur baráttan var sett á laggirnar af American Heart Association árið 2004 til að vopna konur með þekkingu og tækjum til að taka stjórnina hvað viðkemur þeirra hjartaheilsu.  Rauður litur var valinn til að draga athyglina að áhættu kvenna.  Baráttan hefst í febrúar og varir allt árið.  Klæðist rauðu fyrir konur virkni, sem er skipulagt af World Heart Federation aðildarfélögum á sér stað í 26 löndum.  T.d. í Bandaríkjunum verða fundir á veraldarvefnum þar sem ræddar verða nýjustu vísindalegar upplýsingar um konur og hjartasjúkdóma, styttur og borgir verða klæddar rauðu á þjóðlegum Klæðist rauðu degi, konur verða hvattar til að klæðast rauðum fötum til að sýna stuðning við baráttuna; á Spáni verða allar gluggaútstillingar í tveimur þorpum rauðar og fram koma þekktir einstaklingar; í Singapore verður m.a. fræðluferð, hjartaganga og verslunarmiðstöðvar átök til að auka meðvitund; á Jamaica verða hjartaskoðanir í fjórum stórum verslunarmiðstöðvum; í Indónesíu eru tíu vel þekktir indónesískir hönnuðir að hanna rauð föt sem verða sýnd á góðgerðarsamkomu af opinberum persónum í Jakarta, bæði sýningarstúlkum og söngvurum; og í Suður Afríku verða atburðirnir einnig skipulagðir í kring um tísku, þ.á.m. með rauðri kjólatísku samkeppni þar sem sigurvegarinn verður tilkynntur á galakvöldi með tískusýningu.

"Við notum Valentínusardaginn sem er dagur þar sem allir hugsa jákvætt um hjartað til að leggja áherslu á og vekja athygli á mikilvægi þess að konur læri að lifa og tileinka sér heilbrigt líferni fyrir hjartað.  Með því að bregðast við núna þá getum við fækkað dauðsföllum og fötlunum vegna hjartasjúkdóma og heilablóðfalla um allt að 50% í framtíðinni," segir Janet Voute, forstjóri World Heart Federation.

Konur hafa sex risk faktora sem eru áhættuþættir fyrir hjartasjúkdóma og stroke; hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, reykingar, hreyfingarleysi, offita eða ofþyngd og sykursýki.  Með því að tileinka sér heilbrigt líferni er unnt að minnka þessa áhættuþætti á áhrifaríkan máta.  Lítið skref getur fært mikinn ávinning, núna er tíminn til að bregðast við.

Til frekari upplýsinga heimsækja: www.americanheart.org eða www.worldheart.org


LÆRIÐ AÐ ELSKA HJARTA YKKAR ÞENNAN VALENTÍNUSARDAG

The World Heart Federation eða Alþjóðlegu Hjartasamtökin leggja til tíu eftirfarandi leiðir til að ná tökum á heilsu ykkar, minnka áhættuþættina og byrja að lifa heilbrigðu hjarta lífi:

♥ Hreyfing.  Gerið hreyfingu og leikfimi hluta af lífi ykkar.  Stundið a.m.k. 30 mín. æfingar á hverjum degi sem auka hjartsláttinn.  Byrjið með a.m.k. 15 mín. æfingum á hverjum degi og aukið um 5 mín. á hverri viku þar til þið hafið náð 30 mín. á dag.

♥ Heilbrigt mataræði.  Tileinkið ykkur mataræði sem er samsett á heilbrigðan máta og skiptið út óhollum mat með hollum mat eins og t.d. ávöxtum og grænmeti.  Borðið 5 skammta af ávöxtum og grænmeti á hverjum degi.

Drekkið heilmikið af vatni.  Drekkið a.m.k. 6 til 8 glös af vatni á hverjum degi.

♥ Fylgist með kólesterólinu.  Matur sem inniheldur mikið af mettuðum fitusýrum getur leitt til hás kólesteróls.  Haldið kólesterólinu í skefjum með því að borða mat sem hefur lágt innihald af mettuðum fitum eins og t.d. magurt kjöt gufusoðið, soðið, grillað eða bakað og þar sem húðin er tekin burt, ávextir og grænmeti, vörur sem innihalda lítið af fitu eða eru fitufríar eða pasta.

♥ Minnkið saltneyslu.  Hjálpið til við að lækka blóðþrýstinginn ykkar með því að fylgjast með saltneyslu.  Þið getið fundið það falið í leiðbeiningunum og upplýsingunum á matvörunni eins og t.d. sodium alginate, sodium sulfite, sodium caseinate, disodium phosphate, sodium benzoate, sodium hydroxide, monosodium glutamate MSG and sodium citrate.

♥ Hættið að reykja.  Ef þið reykið, hættið og forðist að anda að ykkur reyk frá annarra manna sígarettum.

♥ Haldið þyngdinni í skefjum.  Ofþyngd eykur líkurnar á áhættu á hjartasjúkdómi, heilablóðfalli og sykursýki.  Til að ná stöðugu, átakalausu þyngdartapi, takið því rólega.  Neytið 200 - 300 kaloríum minna á hverjum degi og stundið leikfimi eða hreyfingu a.m.k. 30 mín. 5 daga vikunnar eða meir og þið nálgist markið.

♥ Þó að þið missið úr látið það ekki slá ykkur út af laginu. Ef þið tapið úr æfingum, reykið eða borðið óhollan mat, flýtið ykkur að komast á réttan kjöl með enn meiri ásetningi um að tileinka ykkur heilbrigðan lífsstíl. 

♥ Fylgist með árangrinum.  Fylgist með árangrinum í leikfimi eða hreyfingu, þyngdartapi eða að hafa hætt að reykja.   Þegar þið náið árangri verðlaunið sjálf ykkur með því að gera eitthvað sem þið njótið.

♥ Skoðun.  Látið mæla blóðþrýsting, kólesteról og sykur og fáið heilbrigðisstarfsmann til að hjálpa ykkur að ná og viðhalda heilbrigðri þyngd.

 Nánari upplýsingar er hægt að finna á eftirfarandi slóðum:
http://www.americanheart.org/
http://www.hjarta.is/www.americanheart.org