Forsíğa arrow Fréttir arrow Hreyfğu şig fyrir hjartağ
Hreyfğu şig fyrir hjartağ
Út er kominn 6.bæklingur í ritröð bæklinga Hjartaverndar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Fjallar hann um gildi hreyfingar fyrir heilbrigt hjarta.
Bæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar, apótek, til heilbrigðisstarfsfólks og víðar á næstu dögum. Pantanir eru afgreiddar í Hjartaverndar á Şetta netfang er variğ fyrir ruslrafpósti, şú şarft ağ hafa Javascript virkt til ağ skoğa şağ

Hreyfduthig.jpg 

Út er kominn 6.bæklingur í ritröð bæklinga Hjartaverndar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Fjallar hann um gildi hreyfingar fyrir heilbrigt hjarta. Í bæklingnum eru áhrif hreyfingar fyrir hjarta- og æðakerfið útskýrð. Sagt er frá niðurstöðum rannsókna Hjartaverndar á áhrifum kyrrsetu. Útreikningar sýna að líkurnar á að fá hjarta- og æðasjúkdóma (kransæðastíflu eða heilablóðfall) er þriðjungi minni hjá þeim sem stunda reglubundna hreyfingu í samanburði við þá sem ekki hreyfa sig reglulega (kyrrsetufólk).
30 mínútur daglega....
Almennar ráðleggingar á þessu sviði eru að fólk hreyfi sig samtals 30 mínútur flesta daga vikunnar. Rannsóknir Hjartaverndar sýna að reglubundin hreyfing í 1-5 klst/viku bætir heilsuna verulega.
Göngur og sund algengast...
Í rannsóknum Hjartaverndar voru þátttakendur spurðir að því hvaða tegund hreyfingar þeir stunduðu. Göngur og sund reyndust algengustu svörin.
Mikilvægt er að fólk á öllum aldri hreyfi sig reglulega og finni sér hreyfingu sem það hefur gaman af.

Styrktaraðilar útgáfu voru Actavis (áður Delta),  Lífís, Spor ehf. (sem flytur inn Ecco skó) og LYFJA. Auk þess fékkst styrkur úr fræðslusjóði Hjartaverndar, Krabbameinsfélagsins og Manneldisráðs. En það er sjóður sem er kominn til vegna útgáfu matreiðslubókanna Af bestu lyst I og II. Þessum sjóði er m.a. ætlað að auka fræðslu til almennings á þessu sviði.


Bæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar, apótek til heilbrigðisstarfsfólks og víðar á næstu dögum. Pantanir eru afgreiddar í Hjartaverndar á Şetta netfang er variğ fyrir ruslrafpósti, şú şarft ağ hafa Javascript virkt til ağ skoğa şağ