ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Hjartavernd kaupir IBM Blade
Hjartavernd kaupir IBM Blade

Hjartavernd hefur gert samning við Nýherja um kaup á 28 tveggja örgjörva IBM Blade þjónum og 8000GB 8TB SAN gagnageymslu. Vélbúnaðurinn verður settur upp sem Linux klasi sem m.a. er ætlað að vinna upplýsingar úr segulómrannsóknum af heilum 8000 einstaklinga. Megin ástæða þess að Blade lausnin varð fyrir valinu er hátt rekstraröryggi og lágur rekstrarkostnaður. Þá þarf búnaðurinn lítið pláss miðað við afköst og kemur með afburðar umsjónarbúnaði.

Flókin og umfangsmikil vísindagögn   Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er með stærstu vísindaverkefnum sem unnið hefur verið að hérlendis og hefur hún hlotið umfangsmikinn stuðning frá heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna - National Institutes of Health. Með tölvukaupunum, ásamt þeirri tæknilegu og vísindalegu undirbúningsvinnu sem unnin hefur verið, verður til grundvöllur fyrir margvíslega úrvinnslu mjög flókinna vísindagagna sem skila munu dýrmætum niðurstöðum. Um er að ræða gríðarlega flókna útreikninga sem taka munu nokkur ár.

Mikið rekstraröryggi  Eins og áður greinir valdi Hjartavernd Blade lausnina af IBM og Nýherja m.a. vegna þess hversu rekstraröryggið er hátt en ef einn íhlutur bilar þá tekur annar við og kemur í veg fyrir rekstrarstöðvun sem er mikill kostur. Þá er rekstrarkostnaður á vélbúnaðinum lítill og er vélin með þriggja ára forvarnarábyrgð á varahlutum og vinnu.

Raförninn sinnir tækniráðgjöf og rekstri  Tæknilegur ráðgjafi Hjartaverndar við kaupin er Raförninn en fyrirtækið veitir altæka ráðgjöf varðandi skipulag og tæknibúnað myndgreiningardeilda. Starfsmenn Rafarnarins munu stjórna forritun fyrir vélina og sjá um daglegan rekstur hennar. Raförninn hefur starfað fyrir Hjartavernd síðan 1998 að uppbyggingu myndgreiningarstarfsemi og úrvinnslu sem henni tengist. Myndgreiningardeild Hjartaverndar sem opnaði 2002 var fyrsta alstafræna myndgreiningardeild landsins.

 

 

 

Hjartavernd gerir samning við Nýherja um kaup á ofurtölvu með kaupum á  28 tveggja örgjörva IBM Blade þjónum og 8000GB (8TB) SAN gagnageymslu. Rekstaröryggi er hátt í þessari lausn. Tæknilegur ráðgjafi Hjartaverndar við kaupin á þessum ofurtölvum er Raförnin.