ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Hjartavernd Ý samstarf vi­ Hßskˇla ═slands um lř­heilsuvÝsindi
Hjartavernd Ý samstarf vi­ Hßskˇla ═slands um lř­heilsuvÝsindi
Þann 29. júní undirrituðu Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands samstarfssamning um kennslu og rannsóknir með sérstakri áherslu á lýðheilsuvísindi.

Tilgangurinn er að efla samstarf Háskóla Íslands og Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar á sem breiðustum grunni. Markmiðið er að fræðimenn beggja stofnana vinni saman að því að skilgreina rannsóknaverkefni sem meistara- og doktorsnemum í lýðheilsuvísindum og öðrum vísindagreinum býðst að vinna að undir leiðsögn starfsfólks Hjartaverndar og Miðstöðvar HÍ í lýðheilsuvísindum.
Þannig hafa meistar- og doktorsnemar kost á því að svara mikilvægum rannsóknarspurningum sem snerta lýðheilsu úr faraldsfræðilegum rannsóknargrunnum Hjartaverndar en gögn stofnunarinnar þykja á alþjóðlegum mælikvarða framúrskarandi. Samfara þessu samkomulagi gefst vísindamönnum Hjartaverndar færi á að öðlast akademískar nafnbætur við Háskóla Íslands. Einnig fá gestavísindamenn við rannsóknarstöðina tækifæri til að kenna við Háskólann.