Forsíða arrow Fréttir arrow Hjartavernd hlýtur arf úr dánarbúi
Hjartavernd hlýtur arf úr dánarbúi

Hjartavernd hlaut á dögununum arf úr dánarbúi Markúsar Jónssonar, alls 5 milljónir króna. Arfgjöfina hlýtur Hjartavernd í minningu um eiginkonu Markúsar, Margréti Vilhelmínu Jónsdóttur, sem lést í ágúst 1977. Í erfðaskránni er einnig tekið fram að arfgreiðslan sé þakklætisvottur fyrir góða þjónustu sem Markús naut á vegum Hjartaverndar.

Markús Jónsson fæddist á Stóru-Breiðuvík þann 9. ágúst 1930 og lést þann 11. febrúar 2010.
Arfgjafir sem þessi bera vott um þann einstaka hlýhug og velvilja sem Hjartavernd nýtur meðal íslensku þjóðarinnar og verður hugarfar þeirra sem arfleiða Hjartavernd að eigum sínum best þakkað með meira og betra starfi að rannsóknum, fræðslu og forvörnum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma.