Forsíğa arrow Fréttir arrow Hjartavernd fær viğurkenningu fyrir gott ağgengi
Hjartavernd fær viğurkenningu fyrir gott ağgengi

Hjartavernd fær viðurkenningu fyrir gott aðgengi
Viðurkenning fyrir gott aðgengi á Alþjóðadegi fatlaðra
Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðra hefur ferlinefnd Kópavogs ákveðið að veita árlega viðurkenningu fyrir gott aðgengi.
Aðalverksvið  hennar er að sjá til þess að allar  opinberar byggingar og annað húsnæði þar sem  almenningur þarf að sækja þjónustu sé aðgengilegt öllum einkum og sér í lagi  hreyfihömluðum, sjónskertum og öðrum hópum með sérþarfir. Nefndin hefur starfað í aldarfjórðung en verkefni hennar hafa breyst töluvert samfara örri stækkun bæjarins. 

Best að gera hlutina rétt í byrjun
Leiðarljósið hefur frá upphafi verið að það er ódýrara og happadrýgst að gera hlutina rétt í byrjun því að það getur verið dýrara að lagfæra eftir á.  Nefndin heyrir undir Félagssvið bæjarins og starfar einnig í nánum tengslum við Framkvæmda- og tæknisvið. Ferlinefndin og bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa alltaf lagt áherslu á að  vera vakandi fyrir góðu aðgengi og mikilvægi þess fyrir okkur öll.

Auglýst var  eftir tilnefningum á fyrirtækjum eða þjónustuaðilum sem  til greina kæmu við úthlutun viðurkenningar. Nefndinni bárust 3 tilnefningar um fyrirtæki.  Ferlinefndin fór í vettvangsskoðun í fyrirtækin, en einnig fékk Framkvæmda- og tæknisvið bæjarins  verkfræðistofu til að vinna að faglegri úttekt.
Niðurstöður ferlinefndar og hin faglega úttekt voru samhljóða og vonumst við til þess að þessi viðurkenning, sem stefnt er að veita árlega, verði hvatning til þess að aðgengi verði hvarvetna sem best fyrir alla.

Hjartavernd uppfyllti kröfurnar

Fyrirtækin sem tilnefnd voru að þessu sinni eru Byko, Hjartavernd og Smáralind.
Öll eru þessi fyrirtæki verðug verðlauna og flest í góðu lagi á þeim bæjum en með ferlimál fatlaðra í huga var ýmislegt smávegis  sem  hægt er að færa til betri vegar. Eitt þeirra Hjartavernd uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru um gott aðgengi og hlýtur því viðurkenningu ferlinefndar Kópavogs í ár. Guðný Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri öldrunarrannsóknar Hjartaverndar tók við fallegu viðurkenningarskjali sem Gunnar Birgisson, frá bæjarstjórn Kópavogs afhenti.
Stjórnendur Hjartaverndar fagna þessari viðurkenningu.
 
3. des. 2004
Fréttatilkynning frá ferlinefnd Kópavogs