Forsa arrow Frttir arrow Hjartavernd fr veglega gjf
Hjartavernd fr veglega gjf

Þann 12. nóvember 2009 færði Sveinn B. Ólafsson Hjartavernd veglega peningagjöf í minningu konu sinnar Önnu Þorgilsdóttur, sem lést þann 25. júlí 2008. Að auki afhenti hann Hjartavernd einstaklega fallega bók til minningar um konu sína, sem fjölskyldan hafði látið útbúa.  Anna var einstök hannyrðakona og eru í bókinni  ljósmyndir af hannyrðum hennar.

Anna Þorgilsdóttir fæddist á Þorgilsstöðum á Snæfellsnesi 14. mars 1928.

Á myndinni má sjá Vilmund Guðnason forstöðulækni Hjartaverndar veita gjöfinni viðtöku, Svein B. Ólafsson og börn hans Ólaf og Kristlaugu Sigríði.

Hjartavernd þakkar þennan einstaka hlýhug og færir fjölskyldunni sínar bestu þakkir. Gjöf sem þessi skiptir verulegu máli fyrir Hjartavernd, sem byggir starf sitt nær eingöngu á því fé, sem tekst að afla með styrkjum úr rannsóknarsjóðum og frjálsum fjárframlögum.

 

afhendingsmall.jpg