ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Hjartavernd fŠr styrk ˙r Menningarsjˇ­i Landsbankans
Hjartavernd fŠr styrk ˙r Menningarsjˇ­i Landsbankans
Í gær hlaut Hjartavernd eina milljón króna í styrk þegar Landsbanki Íslands úthlutað úr Menningarsjóði alls 75 milljónum króna til jafn margra verkefna. Málefnin eru öll í þjónustunni Leggðu góðu málefni lið í Einkabanka og Fyrirtækjabanka.
Nánar má lesa um úthlutina hér.

Hjartavernd þakkar Landsbankanum fyrir þennan mikilvæga stuðning. Styrkir sem þessir skipta miklu máli fyrir stofnun á borð við Hjartavernd sem er rekin án hagnaðarvonar og byggir afkomu sína nær eingöngu á því fé sem tekst að afla með styrkjum úr rannsóknarsjóðum. Hjartavernd mun nú sem áður beita sér í baráttunni gegn hjarta- og æðasjúkdómum, útbreiðslu þeirra og afleiðingu.