Forsa arrow Frttir arrow Hjartavernd fr styrk til kaupa nju mtki
Hjartavernd fr styrk til kaupa nju mtki

Þann 9. janúar síðastliðinn fékk Hjartavernd afhenta rúma 1 milljónar króna ágóða af sölu Hjartabrauðsins sem Landssamband bakarameistara hannaði í samvinnu við Hjartavernd og hóf sölu á þann 1. september 2012. Hjartabrauðið er alfarið úr heilmöluðu korni og inniheldur lítið salt og sykur. Brauðið var gagngert sett á markaðinn til að stuðla að heilsusamlegri brauðneyslu þjóðarinnar og renna 60 krónur af hverju seldu brauði til söfnunar fyrir nýju ómtæki Hjartaverndar, sem þarf að endurnýja.

Við sama tilefni fékk Hjartavernd einnig afhenta rausnarlega gjöf Hjartaheilla uppá 5,5 milljóna króna til kaupa á nýja ómtækinu sem verður notað til rannsókna.

Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hjartavernd að viðstöddum Vilmundir Guðnasyni forstöðulækni Hjartaverndar sem þakkaði fyrir þessa rausnarlegi styrki sem skipta sköpum í rannsóknum á byrjunarstigi æðakölkunar löngu áður en hjarta- og æðasjúkdómar gera vart við sig. Rannsóknir sem geta skipt sköpum til að bæta lífsgæði og heilsu hinna eldri en eldra fólki á Íslandi mun fjölga verulega næstu áratugina.

Einnig voru viðstaddir starfsmenn Hjartaverndar, fulltrúar Hjartaheilla, Landssambands bakarameistara, stjórnar Hjartaverndar og Ölgerðarinnar.

 10mynf03090113_hjartavn_small.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni má sjá: Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjóra Hjartaheilla, Guðrúnu Bergmann Franzdóttur formann Neistans og starfsmann Hjartaheilla, Svein Guðmundsson stjórnarmann Hjartaheilla, Guðmund Bjarnason formann Hjartaheilla, Vilmund Guðnason forstöðulækni Hjartaverndar, Jóhannes Felixson formann LABAK, Laufeyju Steingrímsdóttur stjórnarmann Hjartaverndar, Bergsvein Arilíusson fulltrúa Ölgerðarinnar og Gunnar Sigurðsson formann stjórnar Hjartaverndar.

Ljósmyndari: Vilhelm Gunnarsson