ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Hjartavernd fŠr ˙thluta­ ˙r markߊtlun RannÝs
Hjartavernd fŠr ˙thluta­ ˙r markߊtlun RannÝs

Í gær, 19. september var úthlutað úr markáætlun Rannís og fékk erfðarannsóknarhópur Hjartaverndar styrk til þriggja ára til verkefnisins Afleiðingar fullorðinssykursýki á hjarta og æðakerfið -  áhrif erfða.

Umsóknir í markáætlunina voru alls 24, þar af 12 umsóknir um styrki á sviði erfðafræði í þágu heilbrigði og 12 á sviði örtækni. Alls var úthlutað til 14 verkefna, sex á sviði erfðafræði í þágu heilbrigðis og átta á sviði örtækni. Verkefni Hjartaverndar fellur undir erfðafræði í þágu heilbrigðis.