Forsíða arrow Fréttir arrow Hjartavernd fær peningagjöf úr dánarbúi
Hjartavernd fær peningagjöf úr dánarbúi

Hjartavernd hlaut á dögunum arfgjöf úr dánarbúi Dóru Sigurjónsdóttur sem fæddist Reykjavík árið 1920. Dóra lést þann 31. maí 2010 í Sóltúni og ánafnaði Hjartavernd peningagjöf úr dánarbúi sínu. Gjöfin er til minningar um foreldra Dóru, Guðfinnu Vigfúsdóttur og Sigurjón Jónsson, systur hennar Hólmfríði Sigurjónsdóttur og eiginmann Dóru, Richard P. Theodórs. Samkvæmt ákvæðum arfleiðsluskráarinnar skal peningunum varið til rannsókna, sérstaklega er varðar forvarnir. Rannsóknarnefnd Hjartaverndar er falið að taka ákvörðun um hvernig peningunum er varið.

Arfgjafir sem þessi bera vott um þann einstaka hlýhug og velvilja sem Hjartavernd nýtur meðal íslensku þjóðarinnar og verður hugarfar þeirra sem arfleiða Hjartavernd að eigum sínum best þakkað með meira og betra starfi að rannsóknum, fræðslu og forvörnum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma

 

11.09.2012