Forsa arrow Frttir arrow Hjartavernd fr peninga a gjf
Hjartavernd fr peninga a gjf

Á dögunum kom Sigurrós Jónsdóttir færandi hendi til Hjartaverndar og afhenti rannsóknarstöðinni peningagjöf til minningar um föður sinn Jón Braga Bjarnason prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands.
Jón Bragi lést úr hjartaáfalli 62 ára gamall í janúar 2011. 
Peningarnir voru framlag Sigurrósar og eiginmanns hennar Kára Árnasonar Ibsen en þegar þau héldu uppá fertugsafmæli sín buðu þau gestum sínum að leggja inn pening á sérstakan söfnunarreikning í stað gjafa.
Að auki bættu þau verulega við upphæðina sem safnaðist.
 
  
Á myndinni má sjá þegar Sigurrós afhenti gjöfina og með henni á myndinni er Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar. Hjartavernd vill koma á framfæri sínum innilegustu þökkum til Sigurrósar og eiginmanns hennar img_6594x_small.jpg   
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
02.04.2013