ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Hjartaheill- Perlan
Hjartaheill- Perlan

Landssamtök hjartasjúklinga áttu 20 ára starfsafmæli 8. október síðastliðinn. Samtökin halda upp á afmælið með ýmsu móti og ber þar hæst sýning í Perlunni, Hjartaheill, helgina 26.09-28.09 þar sem leiðandi aðilar á heilbrigðissviði sýndu tæki til hjartalæknina og endurhæfingar.

Landssamtök hjartasjúklinga áttu 20 ára starfsafmæli 8. október síðastliðinn. Samtökin halda upp á afmælið með ýmsu móti og ber þar hæst sýning í Perlunni þar sem leiðandi aðilar á heilbrigðissviði sýndu tæki til hjartalæknina og endurhæfingar. Lyfjafyrirtæki sem flytja inn lyf sem notuð eru í baráttunni við þessa mannskæðu sjúkdóma voru einnig með aðstöðu á sýningarsvæðinu. Hjartavernd, Lýðheilsustöðin, Reykjalundur, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, Íslensk erfðagreining og margir fleiri. Á fjóða tug fyrirtækja tók þátt í þessari viðamiklu sýningu sem bar heitið Hjartaheill.

Hjartavernd kynnir í bás sínum áhættureiknivél Hjartaverndar.

Sýningin stóð í þrjá daga. Hún var opnuð föstudaginn 26. september klukkan 14, þar sem heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson heiðrar gesti með nærveru sinni, ásamt formanni Landssamtaka hjartasjúklinga Vilhjálmur Vilhjálmsson. Jónas Þór píanóleikari og Jóhann Friðgeirsson tenórsöngvari koma fram við þetta tækifæri.

Á sunnudeginum byrjaði sýningin með því að Skólahljómsveit Seltjarnaness lék fram að upphafi hjartagöngunnar, sem lagði af stað klukkan 14:00. Gönguna ræsti landlæknir, Sigurður Guðmundsson. Klukkan 16:00 hófst svo lokaathöfnin með því að formaður LHS afhenti gjöf til Landsspítalans. Gjöfin er hjarta- og lungnadæla af fullkomnustu gerð. Þá varMagnús B. Einarsson  fyrrverandi yfirlæknir á Reykjalundi sæmdur gullmerki Landssamtakanna við þetta tækifæri. Að þessari athöfn lokinni voru kaffiveitingar á 4. hæð Perlunnar þar sem félögum í Landssamtökunum var boðið að koma og þiggja veitingar. Sýningunni og afmælisfagnaðinum lauk svo klukkan 18:00.

Sýning tókst afar vel og er talið að 5-6 þúsund manns hafi sótt sýninguna þessa þrjá daga. Fjöldi manns kom og lét mæla blóðþrýsting og kólesteról, einnig var boðið upp á beinþéttnimælingu.

Hjartavernd var með blóðþrýstingsmælingar á Hjartadeginum sjálfum, sunnudaginn 28.sept. og var biðröð í mælingar frá því sýning opnaði kl.13 til kl.18.

Hjartavernd hvetur alla til að sækja sýninguna og taka þátt í hjartagöngunnu á Hjartadaginn, 28.september kl.14

Meira um Hjartaheill