ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Hjartadagurinn
Hjartadagurinn
Þann 28. september verður alþjóðlegi Hjartadagurinn haldinn í 4. sinn víða um heim. Hann er haldinn ár hvert síðasta sunnudaginn í september.

Þann 28. september var alþjóðlegi Hjartadagurinn haldinn í 4.sinn. Hjartavernd vakti athygli á þessum degi eins og undanfarinn ár með því að koma skilaboðum dagsins til þjóðarinnar þ.e. að hugsa vel um hjartað sitt.  Landsamtök Hjartasjúklinga stóðu fyrir mikilli dagskrá  í Perlunni í tilefni af 20 ára afmæli samtakanna á hjartadögum þar sem ýmsir aðilar kynntu starfsemi sína.Nánari upplýsingar um sýninguna, Hjartaheill eru kynntar annars staðar.

Alþjóðlegu hjartasamtökin (World Heart Federation) boða til hjartadagsins í samvinnu við ýmsa aðila eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og Evrópsku Hjartasamtökin.
Á heimasíða hjartadagsins er ýmsar upplýsingar um daginn og hver skilaboð dagsins eru.

 

Topp tíu listinn er veggspjald sem Hjartavernd hefur látið útbúa til að minna fólk á einfalda leið að heilbrigðu hjarta. 

Þema dagsins í ár voru konur og hjartasjúkdómar.