ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Hjartadagslhlaupi­ fˇr fram Ý dag
Hjartadagslhlaupi­ fˇr fram Ý dag

hjartadagshlaup_hlaup_me_forsetan.jpg 

Tíunda Hjartadagshlaupið fór fram í dag, sunnudaginn 25. september, við frábærar aðstæður.  Hlaupnir voru 5 km og 10 km að venju.

Sigurvegarar í 10 km urðu Ingvar Hjartarson á 35:22 og Lina Rivedal á 38:47, en í 5 km hlaupinu sigruðu Arnar Pétursson á 16:08 og Andrea Kolbeinsdóttir á 18:43.
 Við óskum öllum hlaupurum til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt, bæði hlaupurum og framkvæmdaraðilum. 

Í lok hlaups hlupu þátttakendur með Sri Chinmoy friðarhlaupurum á vellinum þar sem herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hljóp með friðarkyndilinn. 

Niðurstöður mælinga úr hlaupinu eru komnar inn á timataka.net og hlaup.is

 hjartadagshlaup_verlaunahafar.jpg